Leita í fréttum mbl.is

Ekki er ég sammála því

Það er staðreynd að hverjum þyki sinn fugl fagur. Hvort ég geti tekið undir með VG um að framboðslistar þeirra á höfuðborgarsvæðinu séu glæsilegir ... ég er ekki viss um það. Reyndar er mér svo sem alveg sama hverskonar liði þeir stilla upp, það hvarflar ekki að mér að kjósa þá. Hitt vekur athygli mína að í mínu kjördæmi, Suðvesturkjördæmi, leiðir íbúi kjördæmisins ekki listann!

Af hverju er það? Þeir hefðu getað stillt Kolbrúnu Halldórs upp í því kjördæmi, haft konu á móti konu framsóknarmanna í efsta sæti, það er ekki eins og framsóknarmenn séu vaðandi í styrk þessa dagana! Kolla á líka rætur að rekja til Kópavogs, heimahéraðs míns, en það hugnaðist þeim ekki. Ég Kolla fékk efsta sæti í Reykjavík suður, en það kemur þó ekki fram á mbl.is - einhverra hluta vegna.

Það er svo undarlegt að menn hafa verið að sækja vatnið yfir lækinn í nokkrum prófkjörum undanfarið og mér finnst það miður. Ég hef sagt það áður að mér sé nákvæmlega sama hvernig skipað er á lista hjá VG en að þeir hafi ekki getað fundið mann í öllu suðvesturkjördæmi til að skipa efstu tvö sætin er náttúrulega fáránlegt! Það lýsir eiginlega hug þeirra til kjördæmisins og ekki virðist það vera fögur hugsun. Mér finnst líka skemmtilegt að þau skuli stilla upp Karli Tómassyni í 6. sæti listans, "vinstri græna" manninum í Mosfellsbæ sem sannarlega hefur sýnt hug þessa flokks til umhverfisverndar í Mosfellsbæ á undanförnum vikum.

Yfir einu eiga þeir vinstrigrænu eftir að hæla sér umfram annað fram að kosningum. Það er að í Reykjavík suður (sem Mogginn nennti ekki að skrifa um) eru þrjár konur í þremur efstu sætum listans. Það er frábært, ég get alveg fagnað því, en ég er svo sem líka búin að lesa bókina um Stelpuna frá Stokkseyri og veit hversu mjög hugur fylgir máli í þeim efnum hjá formanni flokksins. Ætli það sé ekki álíka mikil hugarfylgni og hjá "vinstri græna" manninum í Mosfellsbæ?

Þetta er skemmtilegt, já bráðskemmtilegt.

 


mbl.is Framboðslistar VG á höfuðborgarsvæðinu samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband