Leita í fréttum mbl.is

Víghólaflokkurinn

Sérhver einstaklingur verđur á lífsleiđinni fyrir ţví láni ađ á vegi hans verđa einstaklingar sem móta hann og styrkja. Ég varđ fyrir ţví láni ađ fá ađ kynnast Ólafi Ţórđarsyni ţegar ég var í gagnfrćđaskóla í Kópavogi síđla á áttunda áratug síđustu aldar. Ég hafđi reyndar haft spurnir af ţessum frábćra tónlistarmanni í gegnum tíđina, hann bjó í nćsta nágrenni viđ mig og brćđur mínir voru á svipuđum aldri og hann. Bróđir Óla var góđvinur brćđra minna og fékk ég oft ađ fylgjast međ ţessum fjörugu unglingum á mínum yngri árum.

Ţegar ég hóf nám í Víghólaskóla, sem var gagnfrćđaskóli, ţá gafst okkur krökkunum kostur á ađ fara í tónlistarval hjá Ólafi Ţórđarsyni. Hann hafđi starfrćkt Víghólaflokkinn, sem skipađur var nemendum í skólanum bćđi ţeim sem voru á gagnfrćđaskólaaldri sem og ţeim sem voru í framhaldsnámi sem ţar var í bođi. Ţađ var jafnan mikiđ líf og fjör í tónlistartímunum, viđ sungum um Elínu Helenu og ţau okkur sem ekki vorum međ sterkustu raddirnar fengum ađ spreyta okkur á einföldum hjóđfćrum. Viđ krakkarnir litum upp til hans og bárum mikla virđingu fyrir honum. Óli, var ekki ađeins kennarinn okkar, hann var líka félagi okkar og vinur ć síđan.

Árásin á Óla var árás á okkur öll. Ég er ţakklát fyrir ađ hafa kynnst ţessum góđa dreng og ég hvet alla til ađ mćta á tónleikana sem haldnir verđa til styrktar honum. Hann hefur gefiđ okkur svo margt í gegnum tónlistina, nú er kominn tími til ađ gefa til baka.


mbl.is Styrktartónleikar fyrir Ólaf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharđ Hjaltalín

Sćl vertu, ég hvet alla til ađ mćta, eyturlyfjaflokkurinn hefur fengiđ ađ stćkka og stćkka orđin ađ iđngrein og núna síđast pabbinn međ 7. ára syni sínum og drullusokkurinn frćndinn fékk ađ vera međ.viđ höfum látiđ ţetta gerast á mjög stuttum tíma.

Bernharđ Hjaltalín, 6.4.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég má ekki heyra svona fréttir,ég ćtla ekki ađ lýsa ţeim,skelfileu tilfinningu,sem fylgja viđ ađ heyra ţvílíkt ,en ţiđ skiljiđ. Vćri ég á ţínum aldri Ingo mín vćri ég til í baráttu gegn eiturlyfja neyslu.Sumir vilja gefa ţau vćgustu í apotekum,ţá  yrđi engin neđjanjarđar -sala. Mbkv.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2011 kl. 03:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband