Leita í fréttum mbl.is

Sammála KR-ingi

Það hefur ekki oft gerst í mínu lífi að ég vitni í það sem vinir mínir í KR segja en ég rakst á slíka snilld á netinu áðan að ég verð að deila því með ykkur.

http://krreykjavik.is/?kr=frettir&vID=462

Greinin er ágætlega vel skrifuð og sönn er hún og þörf í þá umræðu sem spunnist hefur um formannskjör KSÍ. Nokkra punknta langar mig að draga út úr greininni og tek algjörlega undir allt það sem þar er sagt:

  • Greinarhöfundur efast ekki um að Halla er sannlega mikil áhugakona um knattspyrnu en efast þó um hæfni hennar til að gegna hinu ábyrgðarmikla starfi formanns KSÍ.
  • Umræðan hefur tekið á sig kvenpólitíska mynd sem er miður, enda eiga fótbolti og stjórnmál ekki samleið, en um það hafa stór knattspyrnusambönd líkt og UEFA verið mér sammála.
  • Vinstri-Grænum lukkaðist reyndar að flækja málin enn frekar með ályktun sinni á flokkráðsfundi dagana 19. – 20. janúar. Þar er framboði Höllu hampað og talað um að það marki tímamót.
  • Vinstri-Grænir áfellast KSÍ án nokkurs rökstuðnings, sem er bagalegt.
  • Mikið vatn hefur runnið til sjávar og það er ekki síst að þakka KSÍ sem hefur barist ötullega gegn ójafnrétti í fótbolta, hvort sem það er kynjabundið eða af öðrum illum rótum runnið.
  • KSÍ hefur ekki vanrækt skyldur sínar við almenna iðkendur íþróttarinnar og næsta sumar er væntanleg ítarleg skýrsla um árangur íslenskra félagsliða við innleiðingu og framkvæmd reglna KSÍ um lágmarksmenntun þjálfara.
  • KSÍ hefur unnið að markaðssetningu fótbolta sem fjölskyldu- og þjóðaríþróttar, enda má hverjum manni það vera ljóst að hagur KSÍ er fólgin í sem mestri útbreiðslu íþróttarinnar, en ekki einungis meðal karlmanna.
  • Greinarhöfundur fagnar auknum áhuga almennings á fótbolta og telur það ekki skipta nokkru máli hvort karlmaður eða kona er í forystu hverju sinni, svo fremi sem að gildum KSÍ er haldið til haga.
  • Framboð af pólitískum toga, líkt og greinarhöfundur telur hér vera um að ræða, á aftur á móti ekki að sjást í fótbolta.

Lifðu heill kæri KR-ingur, þetta voru orð í tíma töluð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband