Leita í fréttum mbl.is

Gott framtak hjá Bónus

Mynd 418148 Verslanakeðjan Bónus hefur tekið upp á því að verðlauna þá birgja sem ekki hafa hækkað verð á vörum sínum til verslunarinnar, með því að vekja sérstaka athygli viðskiptavina á þessum vörum, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss.

Þetta er snilld hjá Bónus. Þeir sýna með þessu enn og aftur að það er fyrst og fremst Bónus sem hefur haldið verðlagi á matvöru niðri á undangengnum árum, ekki ríkisstjórnin eða aðgerðir hennar. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli væri skammvinn ef ekki kemur til þessar aðgerðir Bónuss. Í gamla daga var alltaf rætt um heildsala sem helstu auðmenn þjóðarinnar og sjálfsagt hefur það átt við einhver rök að styðjast. Nú ber minna á þessum auðmönnum, sem ganga undir nafninu byrgjar þessa dagana, a.m.k. ef miðað er við eigendur banka og flutningsfyrirtækja, en líklega eru þeir þó í hópi þeirra einstaklinga sem helst hafa hagnast á öðrum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar og sjálfsagt eru margir þeirra í þeim hópi sem greiðir bara skatt af fjármagnstekjum og rætt var um í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Það er samt önnur saga en vonandi munu aðrar verslanir, Nettó, Fjarðakaup og fleiri taka þetta upp eftir Bónus og stuðla þannig að því að hinn almenni launþegi á Íslandi fái notið skattalækkunarinnar, þó ég spái því að hún verði afar skammvinn.

 


mbl.is Bónus verðlaunar birgja sem ekki hafa hækkað verð á vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 129408

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband