25.1.2007
Kosningar í nánd
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda, skrifuðu í dag undir nýjan samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar til ársins 2014.
Það mætti halda að það væru kosningar í nánd. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar spreða peningum eins og þeir eigi lífið að leysa og allt í einu eru engin sérstök áform um að draga úr þenslu eða slá á eyðslu landans. Nei, aldeilis ekki, nú eru kynntir samningar um skilyrði til sauðfjárræktar til ársins 2014, hendur komandi ríkisstjórnar eru bundnar fyrir aftan bak og afleiðingarnar mun alls ekki hvíla á herðum þeirra sem stjórna í þessari ríkisstjórn. Alls ekki, frekar en fyrri daginn.
Og hvað er þetta með að samningurinn við sauðfjárbændur kosti 16 þúsund milljónir, af hverju eru tölurnar ekki nefndar sínu rétta nafni og talað um 16 milljarða króna? Hljóma 16 þúsund milljónir betur? Ég veit ekki, kannski? Kannski finnst fólki 16 þúsund milljónir vera minna en 16 milljarðar, kannski finns sauðfjárbændum 16 þúsund milljónir vera meira en 16 milljarðar.
Hitt veit ég að þegar verið er að tala um tvöföldun Suðurlandsvegar þá standa 8 milljarðar króna í ráðherra samgöngumála, og hann vill helst ekki ræða um tvöföldun Vesturlandsvegar heldur. En að splæsa 16 milljörðum í sauðfjárbændur það er í lagi.
Mér er ekki illa við sauðfjárbændur, því fer fjarri, þeir eru mikið heldur vinir mínir. Hins vegar er það þó þannig að hagkvæmni í rekstri meirihluta sauðfjárbúa er afar takmörkuð. Menn eru að kúldrast á litlum jörðum og hagkvæmni stærðarinnar er látin fyrir róða í einhversskonar sveitarómantík. Það er hreinlega ekki hægt að bjóða íslenskri þjóð uppá það að styðja þessa atvinnugrein langt umfram aðrar þegar fjölmargir bændur þrjóskast við að hagræða í rekstrinum hjá sér. Að setja 16 þúsund milljónir í þessa atvinnugrein á næstu sjö árum er glapræði að mínu mati og ekkert annað. Ef þessir fjármunir væru notaðir í hagræðingu þá væri það í lagi en að efla nýliðun í sauðfjárræktinni er verri kostur en þegar framsóknarflokkurinn kom kvótakerfinu á. Þá var þó verið að stemma stigu við fjölda skipa, nú er ýtt undir fjölgun bænda.
Mér finnst þetta vitleysa og peningum skattborgaranna illa varið og þetta segi ég með fullri virðingu fyrir sauðfjárbændum, sem líklega verða uppnefndir auðfjárbændur eftir þetta.
![]() |
Nýr sauðfjársamningur undirritaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.