Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverð umfjöllun um skoðanakannanir

Eitt sem er sérkennilegt við pólitíska umræðu á Íslandi.

Það er þegar kynntar eru skoðanakannir án þess að það fylgi með neinar upplýsingar um úrtak eða aðferðafræði. 

Og oft eru þessar kannanir á vegum einhverra stjórnmálaflokka sem hafa augljósa hagsmuni af því að matreiða þetta. Fréttastofur og álitsgjafar lepja þetta gagnrýnislaust upp sem stórfréttir. Til þess er nú einmitt leikurinn gerður. 

Þannig að við fáum þá eingöngu að heyra kannanir þegar það kemur þessum tilteknu flokkum vel, en ekki af öðrum, og oft eru einhver dularfull fyrirtæki á bak við þetta. Það er ekki erfitt að ímynda sér hvaða áhrif slíkt hefur á áreyðanlega þessara kannana eða staðalfrávik.

Nú lætur Sjálfstæðisflokkurinn eitthvað companí sem heitir MMR gera skoðanakönnun.

Mér skilst að þetta sé netkönnun, án þess að ég þori sosum neitt að fullyrða því ekkert kemur fram um úrtak eða aðferðafræði eða nákvæmlega hvaða spurninga var spurt. Bara að VG, Framsókn og Samfylkingin standi voða voða illa en allir séu voða voða ánægðir með Besta Flokkinn og ..... Hönnu Birnu, helsta frambjóðenda hins grínframboðsins.

Eftir því sem ég næst get komist byggja kannanir þessa kompanís á álitsgjöfum. Á síðu MMR segir að "Álitsgjafar MMR er hópur fólks sem hefur samþykkt að fá sendar kannanir í tölvupósti sem þeir svara á Internetinu." http://mmr.is/alitsgjafar-mmr

Sama fyrirtæki, MMR, gerði könnun um daginn sem komst að þeirri athygliverðu niðurstöðu að Davíð Oddsson væri besti maðurinn til að leiða þjóðina úr kreppunni, samkvæmt mikils meirihluta "álitsgjafa" MMR ef ég man rétt. 

Aftur skilst mér að netið hafi verið notað í hinni vísindalegu æfingu. 

Að takast að finna svo stóran hóp fólk á netinu í úrtaki "álitsgjafa" sem vill að Davíð leiði þjóðina útúr kreppunni verður að teljast einstætt vísindalegt afrek.

Gefur kannski vísbendingu um hverjir eru í úrtakinu í tölvupóstaútsendingum MMR. Það eina sem vekur þá helst athygli í þessari könnun MMR er að fleiri stuðningsmanna Davíðs Oddssonar sem hafa aðgang að tölvupósti virðast ætla að kjósa Besta flokkinn en Sjálfstæðisflokkinn. Ef til vill ætti það að vera fyrirsögnin fréttastofa af þessari netkönnun Sjálfstæðisflokksins.

Greinina skilaði Gauti B. Eggertsson.

Sjá hér: http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2010/5/17/faranlegar-skodanakannanir/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband