Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær lá fyrir fundinum svar framkvæmda- og tæknisviðs um kostnað við byggingu knattspyrnuhallarinnar Kórsins, þ.e. þann hluta sem Kópavogsbær hefur átt frá upphafi.
Hér er rétt að taka það strax fram að um er að ræða knatthúsið sjálft og búningsklefa en ekki íþróttahúsið og sundlaugina sem búið er að byggja við húsið.
Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda- og tæknisviði er kostnaður bæjarins fram til dagsins í dag:
- Kórinn, knatthús 1.705.128.986
- Íþróttavellir við Kórinn, 187.345.582
Þessar tölur sem hér eru hafa verið skv. mínum upplýsingum uppreiknaðar til dagsins í dag en bygging hússins hófst að mig minnir á árinu 2005 eða 2006.
Nú er fyrirliggjandi samningur milli Knattspyrnuakademíu Íslands og Kópavogsbæjar um að kaupa íþróttahúsið, sundlaugina, móttökuna, veitingaaðstöðuna og stækkun veitingastaðarins á svæðinu fyrir samtals 1.650.000.000 krónur. Áhvílandi á þessum eignum eru veðbönd að fjárhæð 820.000.000 króna.
Samtals gerir þetta kostnað uppá 3.542.474.568 krónur eða rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna.
Eftir á að hyggja hefði örugglega mátt ráðstafa skattpeningum Kópavogsbúa betur en í þetta verkefni en við verðum að sættast við húsið og það sem þar er og sameinast um að finna því sem mest gagn til framtíðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Oft er það svo kostnaðarsöm mannvirki,reynast ómissandi,þegar fram liða stundir og er þá hægt að þakka fyrir framtakssemina.
Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2010 kl. 00:25
Sæl Helga,
ég vona sannarlega að mannvirkið verði notað sem allra mest á komandi árum og áratugum.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.3.2010 kl. 15:23
Helga ætli það sé nú ekki verið að tala um að mannvirkið var hluti af einhverjum draumheimum um Íþróttaakademíu eða Knattspyrnuakademíu þar sem Kópavogur er nú lentur í því að kaupa upp mannvirki sem aðrir áttu að eiga og kosta upp á milljarða. Sem og að þetta knattspyrnuakademíudæmi og skóli virðist hafa floppað. Sem og draumar um að opinberir landsleikir gætu farið þar fram þ.e. í Kórnum reyndust ekki standasta nema varðandi óopinbera æfingaleikir þar sem ekki fæst samþykkt fyrir landsleikjum í alþjóðakeppnum í þessu húsi.
Gunnar vinur þinn var ekki alltaf mikið fyrir að kanna málin. Það var bara rokið í hlutina án þess að vera búinn að rannsakamálin til fulls.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2010 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.