23.3.2010
Það þarf ekki alltaf 30 silfurpeninga
Sumir eru þannig gerðir að þeir selja æru sína fyrir 30 silfurpeninga.
Þannig virðist það vera með oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi, þann sama og var svo ósköp sár út í fv. bæjarstjóra eftir að lífeyrismálið svokallaða kom upp. Hann var svo sár að hann krafðist þess (eftir löng fundahöld í Framsóknarflokknum) að samstarf flokkanna yrði tekið upp þegar og ef fv. bæjarstjóri sneri aftur úr leyfi.
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni samþykja skilyrði framsóknarmanna um að meirihlutasamstarf þeirra verði tekið til endurskoðunar ákveði Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, að snúa aftur úr leyfi sem bæjarfulltrúi - visir.is 24. júní 2009.
Oddviti Framsóknarflokksins hamaðist við það á sumarmánuðum 2009 að sannfæra Kópavogsbúa um að hann væri ákaflega hneykslaður á framferði fv. formanns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og reyndi allt til að skera á tengsl þeirra fóstbræðra.
Til að toppa allt þá fór allt í loft upp í prófkjöri Framsóknarflokksins í síðasta mánuði þegar Ómar upplýsti að dætur Gunnars Birgissonar og hans helsti stuðningsmaður væru gengnir í Framsóknarflokkinn. Ekki taldi Ómar það vera til að hjálpa honum, nei síður en svo.
Ekki er ég að fara grenja yfir því, heldur fagna ég þessum nýju félögum. Því ég veit að þau eru að gera þetta að góðum hug fyrir Einar Kristján. Hugsanlega gæti Frjáls miðlun unnið "pro bono" fyrir hann eitthvert kynningarefni," skrifar Ómar á heimasíðu sína en mikill styr var um fyrirtækið Frjálsa miðlun á síðasta ári en það er í eigu dóttur Gunnars, sem nú er gengin í Framsókn. - visir.is 23. febrúar 2010.
Til að toppa allt ákvað oddviti Framsóknarflokksins að breyta færslu á heimasíðu sinni eftir að fjölmiðlar sögðu fréttir af skrifum hans.
Málið er ósköp einfalt. Gunnar Ingi Birgisson helsti stuðningsmaður Einars Kristjáns, kom á Pressan.is og fullyrti að hundruðir Framsóknarmanna hefðu gengið í Sjálfstæðisflokkinn til þess að fella hann. Það er auðvitað kjaftæði hann sá um það sjálfur.
Prófkjör ganga á vissan hátt út að fjölga í flokkum. Enginn hefur verið betri í því í Kópavogi en einmitt Gunnar Ingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú hinsvegar er hann búinn að vera smala í Framsóknarflokkinn fyrir Einar Kristján, það er ekkert ólöglegt við það. Ég bara vinn út frá því. Hér fyrir neðan er því breytt færsla, svona eins og bjór auglýsing er bara auglýsing um léttöl. - http://blogg.visir.is/omar/
Ómar veit jú allt um það hvað sjálfstæðismenn eru duglegir við að skrá sig í aðra flokka, telji þeir að þeir njóti góðs af því. Það er frægt að heilu bílfarmarnir voru sendir úr höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins þegar Ómar var í framboði gegn hinum öfluga Samúel Erni Erlingssyni fyrir fjórum árum. Þá fúlsaði Ómar ekki við stuðningnum enda átti hann vísa bitlinga frá fóstbróður sínum Gunnari Birgissyni.
Eftir yfirlýsingar oddvita Framsóknar eftir Lífeyrissjóðsmálið og prófkjörið kom því ekki á óvart að margir höfðu áhuga á fyrsta bæjarstjórnarfundi sem fv. bæjarstjóri mætti á eftir veikindaleyfi. Ljóst var að ætlaði Ómar að standa við stóru orðin þá myndi hann ekki starfa með Gunnari. En oddvitinn var ekki meiri bógur en svo að hann sendi varamann sinn, umræddan Samúel Örn, á fyrsta fund bæjarstjórnar sem Gunnar mætti á.
Í dag var bæjarstjórnarfundur þar sem Gunnar Birgisson lýsti því yfir að hann ætlar ekki í sérframboð. Eftir yfirlýsinguna var kosið í nefndir, Gunnar kemur aftur inní bæjarráð en til að svo mátti verða fékk Ómar einn koparpening og formennsku í Félagsmálaráði.
Það þarf ekki alltaf 30 silfurpeninga.
Ps. til gamans bendi ég á ansi skemmtilegt blogg Halldórs Jónssonar, Framsóknarmanns.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Það er alltaf gaman að sjá gagnrýnina frá Players dansstelpunum úr Kópavogi. Þær eru ennþá með allt niður um sig þegar þær fara að ota bendifingrunum í allar áttir.
Sukkbæjarfulltrúar Samfylkingarinnar áttu tvo fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar. Þrátt fyrir gagnrýni og meint lögbrot sátu þeir sem fastast í stjórninni. Varabæjarfulltrúinn Ingibjörg Hinrikssóttir lék apastyttuna sá ekki, heyrði ekki og skildi ekki.
Einn sukkbæjarfulltrúi Samfylkingarinnar beitti sér með mjög óvenjulegum hætti varðandi lóðaúthlutanir til sín og sinna á síðasta kjörtímabili. Varabæjarfulltrúinn Ingibjörg Hinrikssóttir lék apastyttuna sé ekki, heyði ekki og skildi ekki.
Einn sukkbæjarfulltrúi Samfylkingarinnar tók sögulega hringborðsferð um Kórinn og skilaði tugmilljóna tapi fyrir Kópavogsbæ. Varabæjarfulltrúinn Ingibjörg Hinrikssóttir lék apastyttuna sá ekki, heyði ekki og skildi ekki.
Tveir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar brjóta grundvallar atrið góðrar stjórnsýslu með því að segja bæði í bæjarstjórn og sem yfirmenn hjá Kópavogsbæ. Varabæjarfulltrúinn Ingibjörg Hinrikssóttir leikur þá apastyttuna sér ekki, heyrir ekki og skilur ekki.
Einn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar vekur athygli fyrir tilburði á skemmtistað í bæjarfélaginu, sem vart telst sæmandi bæjarfulltrúa. Varabæjarfulltrúinn Ingibjörg Hinrikssóttir leikur þá apastyttuna sér ekki, heyrir ekki og skilur ekki.
Ég veit ekki hvað varabæjafulltrúinn fékk marga silfurpeninga fyrir að þegja, en nægjanlega marga til þess að oddviti Samfylkingarinnar taldi hana hafa fengið nóg og gaf henni sparkið.
Sigurður Þorsteinsson, 23.3.2010 kl. 22:57
Siggi,
ég held að þú sért eitthvað veikur vinur. Af hverju ertu svona bitur? Hvað kom fyrir þig?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.3.2010 kl. 22:59
Ingibjörg það er hlutverk almennings að veita kjörnum fulltrúum aðhald. Það er líka hlutverk kjörinna fulltrúa að veita stofnunum bæjarfélaga aðhald, og mótherjum í pólitík. Þeir sem fá gagnrýni verða að hafa manndóm til þess að geta svarað gagnrýni.
Þeir sem ekki ráða við hlutverk sitt eiga að hverfa á braut, fyrir það getur þú þó fengið virðingu.
Sigurður Þorsteinsson, 23.3.2010 kl. 23:13
Lítur þú líka á það sem hlutverk almennings að vera með skítkast og almenn leiðindi á opinberum vettvangi?
Lítur þú svo á að þráhyggja sú sem þú burðast með flokkist undir aðhald?
Ef þetta er þér svona mikið hjartans mál af hverju sendir þú ekki formlega fyrirspurn til bæjarráðs um þessi mál? Við hvað ertu hræddur? Þorir þú ekki að styggja vini þína í meirihlutanum?
Ég get alveg svarað gagnrýni Siggi, en ég nenni tæplega að standa í ómerkilegu orðaskaki við sjúka menn.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.3.2010 kl. 23:34
Ingibjörg, þegar þú gagnrýnir þá er það í þínum huga gagnrýni. Þegar þú færð gagnrýni er það skítkast.
Það er útaf fyrir sig ekki nýtt, en í eitt skipti hér á blogginu sagðir þú að þú ætlaðir að gera upp mál. Að sjálfsögðu hafðir þú ekki getu til þess.
Þegar getuleysið verður algjört kallar þú þá sem þig gagnrýna sjúka. Það segir heilmikið um manngildi og getu til rökræðna.
Læt þessum bloggskrifum við þig lokið.
Sigurður Þorsteinsson, 23.3.2010 kl. 23:46
Ingibjörg ef þú lítur svo á að gagnrýni sé skítkast held ég að þú ættir að skottast eftir orðabók og fletta orðinu gagnrýni upp.
Það að kjörin fulltrúi saki viðmælendur sína um veiki og sjúkleika er frekar óviðeigandi og sæmir ekki fólki sem vill láta taka sig alvarlega.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 10:10
„Players dansstelpur“
„Sukkbæjarfulltrúar“
„Apastytta“
Þessi orð flokkast illa undir það að vera gagnrýni og eru miklu mun nær því að vera skítkast. Það þarf ekki orðabók til að sjá það!
Það er alveg kristaltært í mínum huga að þegar menn verða haldnir þráhyggju gagnvart einu máli líkt og Sigurður hefur sannað að hann hefur þá getur það flokkast sem sjúkdómur. En sennilega er það rétt hjá ykkur, ég er ekki læknir og hef ekkert leyfi til að kalla hann sjúkan og biðst afsökunar á því.
Rökræður hef ég reynt að eiga við þig Sigurður en þú hefur ekki hikað við að ljúga uppá mig og samflokksfólk mitt í Samfylkingunni. Það er svo erfitt að eiga rökræður um lygina. Það er eins og að þurfa að sanna sakleysi sitt í öllu - tíminn fer ekki í annað en vörnina gagnvart lyginni. Slíkar rökræður leiða aldrei til niðurstöðu og leiða almennt aldrei til neins.
Arnar hvað það varðar að fólk taki mig alvarlega, þá verð ég að segja eins og er að það hefur svo sem aldrei verið neitt markmið hjá mér að fólk taki mig alvarlega. Mér finnst nefnilega fátt skemmtilegra en að fá fólk til að brosa.
Það á við um Sigga og svo marga aðra.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.3.2010 kl. 14:46
Ég skal nú ekki svara fyrir Players dansstelpur eða hvað það kemur málinu við. En hinsvegar er það víst ekki það sama að dansa á Players og að dansa á Goldfinger og veit ekki hvers vegna það ætti að teljast meiðyrði.
En "Sukkbæjarfulltrúar" og "apastytta" er hreinlega skot á það að það þegar samfylkingarfólk er spurt út í þá fulltrúa sýna sem tóku þátt í meintu sukki að þá takið þið apastyttuna á þetta. Þeas þið klórið ykkur í hausnum og þykist ekkert vita eða sjá.
Siggi bendir þarna á 5 góð og gild dæmi máli sínu til stuðnings og veit ég ekki betur en að það séu ágætis punktar sem hann kemur með. Og þú gerir ekki einu sinni tilraun til að veita þeim svör.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 18:48
Fyrst þú vilt ekki svara fyrir eitt af hverju ertu að svara fyrir annað?
Nefndu eitthvað til að styðja þær fullyrðingar sem þú kallar "5 góð dæmi!" Komdu með nöfn, komdu með staðreyndir. Ekki koma með kjaftasögur og orðróm, það er ekki rökstuðningur og klárlega ekki gagnrýni.
Af hverju heldur þú því fram að ég hafi tekið þátt í einhverju "sukki"? Komdu með rökstuðning fyrst þú ert svona viss Arnar.
Og þetta með apastyttuna ... það er í mesta lagi hlægilegt. Af hverju er ég að gagnrýna meirihlutann í Kópavogi fyrst ég heyri ekki, sé ekki og tala ekki?
Svaraðu nú!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.3.2010 kl. 21:08
Ég sagði aldrei að þú værir viðriðin eitthvað sukk.
En þegar flokksystkini þín eru gagnrýnd fyrir slíkkt þá er kveikt á apastyttunni og þú virðist ekkert vilja vita um málið.
Það ætti nú ekki að vera erfitt fyrir þig að finna nöfnin því Siggi segir í 1. svari sínu um hverja hann er að tala.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:38
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.3.2010 kl. 23:25
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.3.2010 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.