Leita í fréttum mbl.is

Endurgreiddi lögbrot fyrir mistök og bætti fyrir það

Undanfarna daga hefur verið rætt um arðgreiðslur sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásbjörn Óttarsson, greiddi sjálfum sér eftir taprekstur fyrirtækis í hans eigu. Ætla ég ekki að blanda mér í það en fyrirsagnir vefmiðla vöktu athygli mína í gær. Hér koma nokkur dæmi.

  • Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins játar lögbrot vegna arðgreiðslna - www.Skutull.is
  • Ásbjörn Óttarsson skilar 20 milljónum í kjölfar frétta í fjölmiðlum - www.dv.is
  • Þú braust lögin! Ég gerði það ekki viljandi, segir Ásbjörn Óttarsson þingmaður - www.Pressan.is
  • Hefur endurgreitt ólöglegan arð - www.ruv.is
  • Endurgreiddi arðgreiðslu - www.visir.is
  • Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif - www.visir.is
  • Þingmaður skilar 20 milljóna króna arðgreiðslu eftir fyrirspurn frá Fréttablaðinu. Var ólögmæt - www.eyjan.is
  • Bjarni Ben um Ásbjörn: Á ekki að hafa áhrif þótt hann hafi játað lögbrot. Hefur bætt fyrir það - www.eyjan.is

Þrjá vefmiðla skildi ég viljandi útundan, mbl.is, bb.is og amx.is. Fyrirsögnin á vefjum www.mbl.is og www.bb.is er sú sama:

  • Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök - Mbl.is
  • Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök - bb.is

Hinn "virti" fréttamiðill www.amx getur ekki um mistök, lögbrot eða siðleysi þingmannsins einu orði og kemur það svo sem ekki á óvart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég gerði einu sinni þau mistök að borga ekki í lífeyrissjóð af aukatekjum sem ég hafði. Borgað samt skatta en vissi ekki að ég þyrfti að borga líka í lífeyrissjóð. Þetta voru nokkrir tugir þúsunda.

Fékk bréf frá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda með rukkun og álagi. Ég bar fyrir mig þekkingarleysi. Það var ekki tekið til greina.

Ég lærði það af þessu að þekkingarskortur á lögum er aldrei afsökun. Nema kannski ef maður vinnur við að setja öðrum lög.

Sigurður Haukur Gíslason, 27.1.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband