6.1.2010
Er Icesave "bara" PR mál?
En staðreyndirnar segja okkur í stuttu máli - sólarhring eftir ákvörðun forsetans - þetta:
- Engin lán munu koma frá Norðurlöndunum
- Efnahagsáætlun AGS er í uppnámi vegna tafa á lánum frá Norðurlöndunum Lánshæfismat Íslands hefur verið sett í ruslflokk.
- Lán til orkufyrirtækja verða hugsanlega afturkölluð.
- Bretar ýja að því að þeir muni leggja hald á eignir Landsbankans í Bretlandi.
- Frekari stýrivaxtalækkanir virðast úr sögunni í bili.
- Ekkert lát hefur verið á hækkun skuldatryggingaálag ríkissjóðs.
Öllum sem vildu vita áttu að vera ljóst það hverjar afleiðingarnar yrðu - allir þessir fyrrnefndu ábyrgðaraðilum núverandi ástands höfðu fengið upplýsingar um það hvaða afleiðingar yrðu. Nú er það helsta verkefni ríkistjórnarinnar að lágmarka þennan skaða af ákvörðunun forsetans.
En ábyrgðaraðilarnir - íhald, framsókn og Indefence - þurfa að átta sig á að frosnar lánalínur til íslenskra fyrirtækja og sveitarfélaga er efnahagslegt stórslys ekki ímyndunarvandi - að ekki er bara nóg að "leiðrétta misskilning útlendinga" eins og stjórnarandstaðan heldur fram.
Þetta viðhorf rímar reyndar við viðhorfin frá 2006 - frá sömu stjónmálaflokkum - þegar á útlendinga sem vöruðu við þennslu bankakerfisins var ekki hlustað og þeir sakaðir um að skilja ekki íslenska efnahagsundrið!
Margir bloggarar hafa bent á þetta, t.d. þessir:
Gunnar Smárason
"Það var nánast vandræðalegt að fylgjast með fréttum hér í Kbh. í gær. Bæði greiningaraðilar bankanna, þeir hinir sömu og vöruðu við 2006, og fréttaskýrendur voru á einu máli. Ákvörðun forseta Íslands væri óskiljanleg út frá hagsmunum þjóðarinnar og myndi senda Ísland langt til baka."
Sjá hér http://blog.eyjan.is/gunnar/
Baldur McQueen
"Óskaplega er gaman að sjá endurnýtingu á orðalagi frá 2006 hjá íslenskri stjórnarandstöðu. Þetta er misskilningur - það þarf að leiðrétta - nú þarf að koma málstað Íslendinga á framfæri - o.s.frv, o.s.frv. Nákvæmlega eins og þegar íslenska efnahagsundrið var gagnrýnt fyrir örfáum árum síðan."
http://www.baldurmcqueen.com/index.php/2010/Sami-songur-og-2006.html
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ein af „röksemdum“ þingmanna framsóknar, sjálfstæðis og Hreyfingarinna var sú að hræðsluáróður stjórnarsinna væri blekking. Þetta sögðu þeir aftur og aftur í umræðunum á þingi. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að ástandið var ekki jafn slæmt á meðan það lá ekki fyrir hvað íslendingar ætluðu að gera. Nú er það komið fram að enn er tregða til lausnar og þá skellur allt yfir okkur. „Hræðsluáróðurinn“ reynist því vera réttur.
Hvað segir Höskuldur Þórhallsson núna?
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 12:16
Icesave er ekki bara "PR" mál en það verður ekki fram hjá því horft að ríkisstjórninni hefur algjörlega mistekist að kynna þetta mál nægilega. Bæði erlendis og hérna heima. Stjórnarliðar hefðu átt að beita sér meira þegar Icesave frumvarpið kom til 2. umræðu. Það sást glögglega í 3. umræðu að margir stjórnarliðar vissu einfaldlega ekki um hvað málið snérist. Björn Valur Gíslason var þar fremstur í flokki. Staðreyndin er einfaldlega sú að þessi stjórn vildi bara koma málinu frá, sama hver niðurstaðan yrði. Það eru hættuleg vinnubrögð.
Ef "hræðsluáróðurinn" var réttur, af hverju hefur Jóhanna ekki slitið stjórnarsamstarfinu eins og hún hefur ítrekað hótað að gera til að fá stjórnarliða til að samþykkja Icesave?
Pétur Harðarson, 6.1.2010 kl. 18:08
Jú jú. Nú er það bara PR herferð sem gildir. Þetta er ekki einu sinni fyndið ! Og líka sérstakt ef margir íslendingar trúa þessu og telja vænlegt upp að einhverju marki.
Eins og Baldur bendir á, hva - eru menn að tala um að fara í PR herferð og höfða til almennings í B&H ? Og hvað - að það verði þá þjóðaratkvæðagreiðsla í B&H um að við þurfum ekkert að borga ?
Þetta er soldið fyrir hrun hugsun og minnir líka á uppákomu Framara í Norge hérna (sem flestir vilja gleyma núna) þá átti bara að neyða Nojara til að lána okku eða ég veit ekki hvað. Skildi það aldrei almennilega hvernig átti fara að þessu.
Málið er einfaldlega að sjallar og framarar eiga einfaldlega að skammast sín ! Auðvitað vissu þeir alveg betur - sérstaklega sjallar sem höfðu nú mikla aðkomu að málinu og sömdu í aðalatriðum um málið á byrjunarstigi. Þeir náttúrulega hljóta vel að hafa vitað hvernig landið lá. Hve afar þröng staðan var lagalega og siðferðislega fyrir ísland - og hafa þar með uppá síðkastið augljóslega verið að blekkja almenning á íslandi. Framarar og hreifingin geta etv. borið við heimsku. Það má vel vera.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.1.2010 kl. 22:33
Sæl Ingibjörg,
Þetta er nú svolítið blásið út. Aðeins Fitch hefur lækkað lánsmat Íslands. Moody´s og S&P standa bæði í stað og Moody´s segir þetta eigi ekki að hafa áhrif. Menn hafa nefnilega gleymt því að hér er EKKI verið að stoppa lög um Icesave samninginn, sem voru samþykkt s.l. sumar. Hér er eingöngu um að ræða lög um breytingar á þeim lögum. Ef þeim verður hafnað þá einfaldlega breytist ekkert frá því sem var eftir að samningurinn varð að lögum með þeim fyrirvörum sem Alþingi gerði, sem bretar og hollendingar samþykktu ekki (a.m.k. ekki alla) sem var grundvöllurinn að þessum lögum sem forsetinn sendig í þjóðaratkvæði. Hér er aðeins um að ræða lög um breytingar á lögum um IceSave. Það verða allir að hafa mjög hugfast, því það er mikið af rugli í gangi hjá fólki sem bara gasprar um hluti án þess að skoða þá.
Mikið af þeim fréttum sem ég sá í erlendum fjölmiðlum var mjög litaður af þessum misskilningi. Sama var að segja um mikið af þeim bloggfærslum sem voru skrifaðar. Það er hægt að lesa um þessi lög hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0626.html Upprunalega frumvarpið má lesa hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/0076.html og umræður og önnur skjöl er hægt að nálgast hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=138&mnr=76 Ég bið menn að skoða þessi lög vel og vandlega:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.