Ég sá það mér til mikillar ánægju að samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum hafa skipt um skoðun þegar kemur að ákvörðun um tvöföldun Suðurlandsvegar. Það er vonandi að þessi sinnaskipti nái alla leið inní bæjarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í Kópavogi, en þó er ekkert öruggt þar í hendi eins og flestir vita.
Í upphafi árs, nánar til tekið þann 9. janúar sl., lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi fram tillögu um áskorun á samgönguráðherra að ráðast þegar í tvöföldun Suðurlandsvegar en um þetta leyti hafði þar nýlega orðið enn eitt banaslysið. Tillagan var einföld:
Bæjarstjórn Kópavogs skorar á samgönguráðherra að ráðast þegar í tvöföldun Suðurlandsvegar frá höfuðborginni að Hveragerði.
Greinargerð: Tvöföldun Suðurlandsvegar varðar Íslendinga alla og þá ekki síst íbúa höfuðborgarsvæðisins. Málið á sérstakt erindi við íbúa Kópavogs, þar sem stór hluti Suðurlandsvegar frá Hafravatnsvegi að Hveragerði liggur um land Kópavogsbæjar.
Áform um 2+1 veg er eingöngu hægt að líta á sem bráðabirgðalausn, sem þó er áformað að muni duga fram til ársins 2030. Löngu er viðurkennt að svæðið frá Akranesi, austur í Árborg og suður á Reykjanes er eitt atvinnusvæði og umferð um þjóðvegina út frá höfuðborginni er stöðugt að aukast og ekkert bendir til að breyting verði þar á. Ákvörðun um að fara í framkvæmd 2+1 vegar er í engu samræmi við þá staðreynd. Góð reynsla af tvöföldun Reykjanesbrautar hefur sýnt fram á að ekki er annað raunhæft en að tvöfalda Suðurlandsveg þegar loksins verður ráðist í þær löngu tímabæru endurbætur.
Bæjarstjórn Kópavogs hvetur ráðuneyti samgöngumála að horfa til framtíðar og tryggja til fulls öryggi vegfarenda á einum hættulegasta vegi landsins sem þegar hefur tekið allt of mörg mannslíf.
Ingibjörg Hinriksdóttir, Guðríður Arnardóttir, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson
Já, tvöföldun Suðurlandsvegar á sérstakt erindi við íbúa Kópavogs. Stór hluti vegarins liggur í umdæmi sveitarfélagsins og því töldum við að okkur bæi skylda til að leggja Sunnlendingum, sem höfðu náð þverpólitískri samstöðu um málið, lið og senda ofangreinda ályktun til samgönguráðherra.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks svæfði málið og sendi það til umsagnar bæjarráðs, þar sem það liggur enn og síðst í dag þá ítrekuðum við þá beiðni í bæjarráði að afgreiða málið og samþykkja áskorunina. Á fundinum í janúar fór Ármann á Alþingi, forseti bæjarstjórnar, mörgum orðum um það hversu vitlaus honum þótti tillagan, hún ætti ekkert erindi í bæjarstjórn Kópavogs og fyrst við ætluðum að fara að skipta okkur af þessari framkvæmd, af hverju við ályktuðum ekki líka um tvöföldun Vesturlandsvegar? Að auki þá taldi hann það af og frá að bílaumferð myndi aukast á þjóðvegum landsins og sagði eitthvað á þá leið að það væru engar rannsóknri sem styddu það. Hvað varðar upplýsingar um umferðaþunga þá höfðum við svo sem engar staðfestar tölur þar um en hins vegar má gera ráð fyrir því að Íslendingum muni halda áfram að fjölga og því aukist bílaumferðin í takt við það. En Ármanni til vorkunnar þá verður líka að benda á það að þarna talar forseti sömu bæjarstjórnar og ætlar að tvöfalda íbúafjölda Vesturbæjar Kópavogs án þess að gera sérstaklega ráð fyrir því að umferð muni aukast á svæðinu og það sama á við um svæðið í kringum Smáralind. Þar mun umferð að þeirra áliti ekki aukast heldur.
En Ármanni til upplýsingar lásum við áskorunina upp aftur og lögðum sérstaka áherslu á þá staðreynd að stór hluti Suðurlandsvegar liggur í umdæmi Kópavogs, og bentum honum einnig á að mikla umræður væru í þjóðfélaginu um tvöföldun Suðurlandsvegar og því væri sá hluti þjóðvegarins í sérstakri umfjöllun innan bæjarstjórnar. Það væri næg ástæða til að álykta um tvöföldun Suðurlandsvegar og við bentum líka á að meðan bæjarstjóri Kópavogs sat á þingi þá hafði hann miklar skoðanir á Héðinsfjarðargöngum og sá sérstaka ástæðu til að álykta um þau í bæjarstjórn Kópavogs, þá hafi Ármanni ekki þótt neitt athugavert við að álykta um þróun á þjóðvegum landsins.
En það virðist þó vera að þeir kumpánar sem eiga sæti í bæjarstjórn Kópavogs fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins neyðist til að endurskoða þá einörðu afstöðu sem þeir höfðu gegn þessu máli því nú um helgina mun landsþing flokksins væntanlega álykta um málið og sjálfsagt hyggjast menn ætla að slá sig til riddara í leiðinni, með því að leggja til tvöföldun auk þess sem samgönguráðherra hefur gert þetta að pólitískum geislabaug fyrir sjálfan sig nú í aðdraganda Alþingiskosninga.
Á bæjarráðsfundi í dag tók Gunnar bæjarstjóri ekki illa í tillöguna og lofaði að afgreiða hana úr bæjarráði eftir viku. Þetta er stórundarleg tilviljun og ég bíð spennt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2007 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007
Vandfenginn er vinur í nauð
Kæru vinir ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilega páskahelgi og von um að súkkulaðið beri ykkur ekki ofurliði í dag. Þegar ég opnaði ísskápinn minn eftir morgunsundið þá varð ég fyrir því óhappi að páskaeggið mitt (sem er nr 2 frá Nóa Síríus) datt í gólfið og brotnaði. Ég brosti reyndar að þessu og þótti það bara ágætt að eggið skyldi þó ekki brotna fyrr en á páskadagsmorgun enda skammt í að það hverfi í hyldýpi maga míns, en þangað liggur leið þess einmitt um þær mundir er ég skrifa þennan pistil.
Þó mér þyki súkkulaði ákaflega gott þá er það þrennt sem þarf að vera til staðar þegar páskaegg er annars vegar. Í fyrsta lagi þarf að vera páskadagur, egg sem nartað er í fyrir páskadag teljast ekki með. Í öðru lagi þarf eggið að vera í sellófan, egg sem nartað er í fyrir páskadag og eru í álpappír teljast ekki heldur með. Og í þriðja lagi þá þarf að vera málsháttur í egginu, málshættir sem laumast úr álpappírseggjum fyrir páskadag teljast sem sagt ekki með.
Eggið mitt, sem datt úr ísskápnum í morgun er, eins og áður sagði, egg nr. 2 frá Nóa Síríus og er alveg einstaklega gott á bragðið. Páskaunginn varð frelsinu feginn þegar ég sturtaði mölbrotnu egginu í skál og málshátturinn var til ykkar kæru vinir:
Vandfenginn er vinur í nauð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007
Stolt af MK!
Mikið var ég stolt af gamla skólanum mínum í kvöld. Strákarnir í MK-liðinu voru óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi, ekki aðeins vegna þess að þeir sögðu Sauðárkrókur í staðinn fyrir Sauðá, heldur líka vegna þess að þeir voru með Hillary og Herðubreið og þríþrautina í restina á hreinu. Ég held að taugarnar hafi farið illa með mína menn og þær hafi umfram allt annað verið þess valdandi að svo fór sem fór.
Mér fannst líka í upphafi að það hafi hallað örlítið á þá í hraðaspurningunum því Zygmar, spyrillinn síkáti, átti í einhverjum erfiðleikum með að koma spurningunum út úr sér í byrjun og var í raun ekki orðinn almennilega heitur fyrr en hann fór að spyrja MR inga sem fengu líka einar þrjár spurningar til viðbótar til að svara.
En það á ekki að kenna dómaranum um eða spyrlinum í þessu tilfelli, ég er stolt af skólanum mínum MK og strákunum, þeir voru skólanum og Kópavogi til sóma og ég óska þeim innilega til hamingju með árangurinn hann var þrátt fyrir allt stórglæsilegur.
![]() |
MR-ingar höfðu betur í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007
Hafnfirðingar ... vandið valið!
Á morgun kjósa Hafnfirðingar um skipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir stækkuðu álveri í Straumsvík. Ég hef sveiflast nokkuð í afstöðu minni til álversins en þó hallast ég meira að því að heimila skipulagsbreytinguna. Slík heimild þarf ekki að þýða að álverið stækki strax á sunnudag. Það mun taka lengri tíma og Hafnfirðingar, Landsvirkjun og ríkisstjórnin geta auðveldlega sett tímamörk á það hvenær stækkun verður framkvæmd.
Stækkun álversins er klárlega til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga, sérstaklega fjárhagslega en einnig að teknu tilliti til atvinnu og uppbyggingar í tengslum við stækkunina. Neikvæðu þættirnir fyrir Hafnfirðinga snúa fyrst og fremst að útliti verksmiðjunnar og nærumhverfi hennar. Þá þarf stærra álver meiri orku og hana þarf að virkja austan fyrir fjall. Þar hafa landeigendur þegar gefið vilyrði sitt fyrir stækkun og því ætti ekki að stranda á því.
En þetta er hitamál en ég treysti engum betur en Hafnfirðingum til að komast að niðurstöðu sem vonandi verður sátt um í framtíð og nútíð.
![]() |
Send heim af slysadeild með hættulegan áverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2007 kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir ótal komur á slysadeild með slasaða íþróttamenn, sem hafa verið sendir heim með slitin krossbönd og liðbönd, brákuð bein og fleiri smááverka sem áttu að lagast á nokkrum vikum þá verð ég að segja að þarna fóru þeir á slysadeildinni framúr sjálfum sér. Að senda einstakling heim af slysadeildinni með jafn alvarlegan áverka og þarna er um að ræða er náttúrulega ábyrgðarleysi af hæstu gráðu og maður spyr sig hvort það sé allt í lagi á deildinni svona yfirleitt.
Það er von mín að þeir á slysadeildinni lesi þetta því það er greinilegt að þar vantar uppfræðslu. Það dettur í fyrsta lagi engum í hug að koma á slysadeild nema viðkomandi telji að hann sé svo slasaður að það þoli enga bið. Fyrir því eru ástæður sem ég þarf ekki að nefna en bendi þó á aðeins á biðtímann hjá þeim sem oftar en ekki liggur í klukkustundum frekar en mínútum. Það hefur enginn heilbrigður maður áhuga á að bíða þarna frammi í fleiri klukkustundir nema hann telji sig nauðsynlega þurfa þess með.
En það er annað sem rétt er að benda á og það er að íslenskar knattspyrnukonur sem náð hafa þeim árangri að leika með íslenska landsliðinu eru sannkallaðir naglar. Þær láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna enda þurfa þær þess í harðri baráttu um boltann inni á vellinum og það eru engar væludúkkur í íslenska landsliðinu. Hólmfríður Magnúsdóttir, sem þarna varð fyrir barðinu á lélegri þjónustu slysadeildar, er einhver sú alharðasta í boltanum og það er meira en 100% öruggt að hún hefur sko ekki nennt að hanga á slysadeildinni ef hún hefur talið að áverki sinn lagaðist af sjálfu sér.
Það er hins vegar lán íslenskrar knattspyrnu að eiga hauk í horni eins og Sveinbjörn Brandsson bæklunarlækni og reyndar nokkra aðra lækna sem hafa gefið mikið af tíma sínum fyrir íslenska knattspyrnu. Þeir vita það frá fyrstu hendi að landsliðskonur Íslands í knattspyrnu eru engir aular eða vælukjóar og þegar þeir fá fréttir af þeim illa höldnum þá vita þeir það strax að þar er eitthvað að.
Ég vona að Fríða jafni sig hratt og vel af meiðslum sínum og óska henni alls hins besta í framtíðinni, innan vallar sem utan.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson