Leita í fréttum mbl.is

Saltkjöt og baunir

Það verður vegleg matarveisla heima hjá mér í kvöld, eins og marga undanfarna sprengidaga. Þegar foreldrar mínir fóru að taka upp á því að dvelja löngum stundum á Kanaríeyjum þá tók ég upp á því að bjóða systkinum mínum og afkomendum þeirra í saltkjöt og baunir á sprengidag. Ætli þetta sé ekki 6. eða 7. árið sem ég held sprengidagsboð og mér sýnist á öllu að í kvöld verði metmæting en 21 hefur skráð sig til leiks og svo Ingimar Örn sem fyllir töluna uppí 22.

Súpan sem ég elda er hefðbundin en ég set í hana bæði lauk og beikon til að styrkja hana. Kjötið keypti ég í Nettó að þessu sinni en það er frá SS. Megnið af kjötinu eru sérvaldir framhryggjarbitar, en ég keypti líka tvo pakka af blönduðu saltkjöti. Eina sem ég lenti í vandræðum með var að fá feita og góða síðubita. Þá fékk ég í kjötborði Nótatúns í gær.

Það er því ekki von á öðru en að matargestir mínir í kvöld fari saddir, slæir og hálfsprungnir heim til sín í kvöld eftir saltkjötsátið!


Þorrablóti lokið ... og sjálfri mér líka

Þetta er ekki sanngjarnt! Mín skellir sér á þorrablót, eins og venjulegur Íslendingur, prufa nýjan drykk (sem er alls ekki drykkjarhæfur fyrr en eftir 5 sopa) enda hafði mér verið talin trú um að maður finndi ekkert fyrir honum daginn eftir!!

Ok, mín fékk sér nokkra drykki, var frekar pirruð á því að finna ekki einu sinni fyrir áhrifum en sit uppi með þriggja daga höfuðverk þrátt fyrir það! Fór engu að síður í vinnu í morgun, bolludagurinn í dag og mín eina von til að fá rjómabollu. Náði að landa 1/3 af gamaldags bollu (ekki vatnsdeigs) og var rokin á prívatið með það sama. Gafst upp um hádegisbil og hef reynt að sofa úr mér höfuðverkinn í allan dag ... gengur ekki neitt og ætli ég verði svo ekki andvaka í nótt eftir að hafa sofið í allan dag! Frown

Það munu ekki koma hér neinar yfirlýsingar um að mín sé hætt drykkju ... alls ekki! Ég er hvort eð er svo léleg í þessu að það myndi varla taka því að gefa slíkar yfirlýsingar. En ég held ég láti Campari vera hér eftir sem hingað til, það tekur því ekki að drekka þetta sull ef maður fær allar afleiðingarnar en varla snert af orsökinni!


Einn góður fyrir Steina og Adda

Addi og Steini eru þeir einu sem lesa bloggið mitt ... sendi þeim því þennan til að koma þeim í stuð fyrir helgina. Minni svo á þorrablót Breiðabliks á laugardag ... Eurobandið tryllir lýðinn!

Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að stjórinn myndi  ekki  taka  það  í  mál.Þá datt mér í hug að hugsanlega myndi hann leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður. Svo  að ég brá á það ráð að hanga öfugur í loftinu og gefa frá mér furðuleg hljóð.   Samstarfskona  mín  -  sem  er ljóska - spurði mig hvað ég væri að gera.   Ég sagði henni að ég ætlaði að þykjast vera ljósapera svo að stjóri héldi að ég væri kexruglaður og gæfi mér nokkurra daga leyfi.

Skömmu  síðar  birtist  stjóri  á skrifstofunni og sagði við mig: "Drottinn minn,  hvað  ertu  að  gera?"   Ég  sagði honum að ég væri ljósapera.  Hann sagði:  "Þú ert yfir þig stressaður, það fer ekki á milli mála. Farðu heim og vertu þar í nokkra daga og reyndu að ná þér."  Ég stökk niður og gekk
út úr skrifstofunni.

Þegar  samstarfskona  mín  (ljóskan)  elti mig spurði stjóri hana hvert hún væri  eiginlega  að  fara.   Hún  sagði:  "Ég er líka farin heim.  Þú getur hreinlega ekki ætlast til þess af mér að ég vinni í þessu myrkri!"


Borgarstjóraval í Bloggheimum

Marta B. Helgadóttir gefur bloggurum kost á því að velja sér borgarstjóra. Hún hefur reyndar engan frambjóðanda frá Framsóknarflokknum en það tók enginn eftir því nema Steini bloggvinur minn!  Endilega kíktu til Mörtu og kjóstu þér borgarstjóra!

http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/entry/430043/.


Veiðileyfi á Siv?

Í orðrómi á www.mannlif.is segir að enn sé ekkert í DV um það sem ritstjórinn, Reynir Traustason, sagði í Silfrinu sl. sunnudag um að búið væri að undirrita aftökuskipun á Siv Friðleifsdóttir. Það hafði þó áður komið fram á mannlif.is að unnið væri að framgangi Páls Magnússonar, bæjarritara hér í Kópavogi og stjórnarformanni Landsvirkjunar, sem næsta formanns Framsóknarflokksins. Orðrómur staðfesti að það sem Reynir meinti í Silfrinu er að Siv sé fyrir Páli.

Skýringin sem Orðrómur gefur er að áður var Páll varaþingmaður Sivjar og allt virtist fínt, á yfirborðinu. Svo kom í ljós að Siv hindrar persónulegan metnað Páls. Átökin um framsóknarkvennafélagið Freyju í Kópavogi var opinbert stríð milli þeirra. Siv hefur sigrað til þessa í átökum hennar og Páls. Reynist hins vegar rétt að sterkustu og efnuðust félagarnir í flokknum hafi sammælst um að Páll verði næsti formaður, mun Siv eiga erfitt á næstunni.

Bíðið nú við, ef Páll á að vera næsta vonarstjarna Framsóknarflokksins, hvað verður þá um oddvitann í Kópavogi Ómar Stefánsson?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband