Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Sagan af gengistryggða bílaláninu mínu

Ótrúlega mikið hefur verið fjallað um gengistryggð bílalán á síðustu dögum og vikum, já jafnvel mánuðum. Það hefur sannarlega ekki farið framhjá mér hvað bílalánin hafa hækkað mikið en ég hef, sem betur fer, getað staðið í skilum með mitt lán og ekki hreyft neitt við því (ekki fryst það).

Eftir dóm hæstaréttar um bílalánin og ekki síður eftir tilmæli Seðlabanka Íslands (SBI) hefur umræðan um lánin komist á það stig að mér hefur ofboðið og viðurkenni að ég hef oft æst mig við þá sem rætt hafa málið við mig.

Ástæða æsingsins er að ég tel fyrst og fremst sú að ég er jafnaðarmaður, ég er sanngjörn og ég er skynsöm. Í mínum huga kom það aldrei til greina að ég myndi fá til baka allt það sem ég hef ofgreitt til lángjafans eftir dóm hæstaréttar, ég gerði alltaf ráð fyrir því að eitthvert æðra dómstig (eins og hæstirættur) myndi úrskurða hvað verði um lánið. Auðvitað var ég fegin að fá upplýsingar um að ég þyrfti sannarlega ekki að greiða 6 milljónir fyrir tæplega 2ja milljóna króna lán á sjö árum. En ég gerði ekki ráð fyrir því að ég myndi fá lánið á 3% vöxtum óverðtryggt, slíkt var algjörlega óhugsandi í mínum huga!

Til að sjá með eigin augum hvað mun gerast með lánið mitt miðað við þá möguleika sem nú eru uppi þá fór ég í dag til fyrirtækis sem heitir Sparnaður og þau reiknuðu út hvernig lánið mun breytast, tölur rúnnaðar í þúsund.

Lánið eins og lánafyrirtæki hefur innheimt
Höfuðstóll: 1.878.000 - lán tekið 13. júlí 2007.
Meðalgreiðslur á mánuði skv. greiðsluáætlun við lántöku: 26.000
Meðalgreiðslur á mánuði sl. 3 ár: 64.000
Heildargreiðslur sl. 3 ár: 1.757.000
Eftirstöðvar láns skv. lánayfirliti 1. júlí 2010: 3.167.000

Miðað við dóm hæstaréttar og 3,1% meðalvexti ætti lánið að standa þannig:
Meðalgreiðslur á mánuði hefðu átt að vera: 25.000
Eftirstöðvar láns miðað við það sem greitt hefur verið: 167.000
Ofgreitt til lánafyrirtækis með vöxtum: 1.014.000
Eftirstöðvar ættu að vera: 1.182.000

Miðað við tilmæli SBI með verðtryggingu og vöxtum:
Meðalgreiðslur á mánuði hefðu átt að vera: 40.000
Eftirstöðvar láns miðað við það sem greitt hefur verið: 799.000
Ofgreitt til lánafyrirtækis með vöxtum: 640.000
Eftirstöðvar ættu að vera: 1.439.000

Miðað við tilmæli SBI án verðtryggingar en með vöxtum:
Meðalgreiðslur á mánuði hefðu átt að vera: 35.000
Eftirstöðvar láns miðað við það sem greitt hefur verið: 644.000
Ofgreitt til lánafyrirtækis með vöxtum: 430.000
Eftirstöðvar láns ættu að vera: 1.073.000

Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég á ekki von á því að lánið verði gert upp með þeim hætti sem um getur í fyrsta dæminu, þ.e. dómur hæstaréttar óbreyttur. Upplýsingarnar sem ég fékk í dag gefa mér hins vegar skýrt til kynna að ég mun fá verulega leiðréttingu minna mála og ég mun leggja traust mitt á dómstólana, hæstarétt, til að kveða úr um það og þeim dómi mun ég hlíta. Ég ráðlegg öðrum að spara stóru orðin, anda með nefinu og gera slíkt hið sama.

mbl.is Í sjálfsvald sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband