Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
8.11.2008
Austurvöllur 8. nóvember 2008
Allt frá barnæsku hef ég haft skoðanir á flestum hlutum. Snemma tók ég afstöðu til stjórnmála og skoðun á fótbolta hefur fylgt mér alla tíð. Ég hef hins vegar ekki verið mikill mótmælandi. Mig minnir að ég hafi þrammað einu sinni niður Laugaveg 1. maí og einhverju sinni mætti ég á Arnarhól til að mótmæla einhverju sem ég man ekki lengur hvað var.
En það eru breyttir tímar. Ísland stendur á tímamótum og í fyrsta sinn í sögunni lítur út fyrir að okkar framsækna og harðduglega þjóð þurfi að bakka mörg skref aftur í tímann til þess að komast út úr þeim þrengingum sem nú steðja að. Þessi staðreynd dró mig á fund í Iðnó í dag og síðar á mótmælafund á Austurvöll. Fundurinn í Iðnó var málefnalegur og góður þó ekki tækist stjórnmálamönnunum að klóra sig út úr þeim spurningum sem til þeirra var beint og sannast sagna var ég ekki ánægð með neinn þeirra sem sátu fyrir svörum. Frummælendur voru hins vegar hver öðrum betri og margt til í því sem þeir sögðu, þó ég sé ekki sammála öllu því sem þar kom fram.
Á Austurvelli var fjöldi fólks, að minnsta kosti 500 manns (svo maður haldi sig við áður uppgefnar tölur fjölmiðlanna). Þar voru fluttar ræður og mannfjöldinn ýmist klappaði eða púaði ... allt eftir þeirri stemmingu sem ræðumenn buðu uppá. Þeir sem voru samankomnir á Austurvelli áttu það eitt sameiginlegt að vera reiðir. Íslendingar eru orðnir reiðir, það er skiljanlegt og sjálfsagt. Íslendingar eiga að vera duglegir að koma saman og mótmæla, við eigum að láta stjórnmálamennina, bankamennina og útrásarvíkingana vita að okkur standi ekki á sama. Við munum ekki sitja lengur prúð, hlusta og samþykkja þegar þjóðin er skuldsett með tölum sem enginn kann að nefna. Fundir eins og sá á Austurvelli í dag og undanfarna laugardaga eru kjörin leið til þess að láta í okkur heyrast.
Hitt er svo annað mál að ég get ekki með nokkru móti samþykkt ofbeldi í mótmælum, hvaða nafni sem það nefnist. Eggjakast í Alþingishúsið flokkast að mínu mati undir ofbeldi. Slíkt mun ég aldrei samþykkja. Til hvers að láta reiði sína bitna á dauðum hlutum? Hver græðir á því? Menn verða að finna reiði sinni útrás og ef þátttaka í mótmælum á Austurvelli og í umræðum í Iðnó er ekki nóg þá verða menn að finna aðra leið til að losna við reiðina. Spaugstofan kom þó með ansi fína hugmynd í kvöld. Ekki láta reiðina bitna á húsum, bílum, reiðhjólum eða barnavögnum.
Það er í lagi að vera reið, en sýnum stillingu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2008 kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.11.2008
Mótmælum öll - burt með spillingarliðið!
Ágætu netheimar, ég minni á mótmælafundi í miðbæ Reykjavíkur á morgun. Þeir fundir sem ég veit um eru kl. 13:00 í Iðnó og kl. 15:00 á Austurvelli.
Af hverju ættum við að mótmæla?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2008 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2008
Ég biðst afsökunar
Einhverja aura átti ég í peningamarkaðssjóði í Kaupþingi. Um daginn fékk ég bréf frá nýja bankanum þar sem ég var beðin um að tilgreina hvert ætti að leggja inn þá peninga sem bankinn ætlaði að greiða mér úr peningamarkaðssjóði. Það stóð ekki á svari hjá mér og í gegnum tölvuna tilgreindi ég hvert ætti að setja peningana.
Næsta dag kíkti ég á netbankann minn og sá að það var búið að leggja inn á reikninginn minn, en það kom mér á óvart að það var búið að leggja næstum því sömu upphæð á annan reikning sem ég á í bankanum og peningamarkaðsreikningurinn var kominn rækilega í mínus! Ég þorði ekki öðru en að hringja í þjónustufulltrúa minn í bankanum og segja frá þessum mistökum og hún lofaði að leiðrétta þau.
Þar með hélt ég að málið væri úr sögunni, en í gærkvöldi er hringt í mig frá bankanum og stúlkan í símanum segir að bankinn hafi gert mistök. Jú ég kannaðist við það ... búið var að greiða mér peningamarkaðsfjárhæðina tvisvar sinnum og ég sagði henni eins og er að ég treysti ekki starfsmönnum bankanna betur en svo að ég vildi leiðrétta þetta strax og hafði þegar haft samband við þjónustufulltrúann minn. Þessu fylgdu nokkrar háðsglósur frá mér um það litla traust sem ég bæri til bankamanna um þessar stundir. Spurði svo stúlkuna í símanum hvort henni þætti það nokkuð skrýtið! Fátt var um svör og lauk símtalinu nokkru síðar.
Þegar ég kveikti á útvarpsfréttum örskömmu síðar er þar lesin frétt um að bankafólk hafi þurft að leita sér aðstoðar vegna stanslausra háðsglósa frá viðskiptavinum og jafnvel skömmum og reiðilestri. Þá þegar sá ég eftir glósum mínum til stúlkunnar í símanum og vil ég koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þessa. Ég veit vel að hún ber ekki ábyrgð á hruni bankanna og vil ég taka fram að þetta var ekki illa meint.
5.11.2008
Burt með spillingarliðið
Fréttir í fyrradag af afskriftum háttsettra bankamanna gerðu mig reiða. Fréttir morgunsins um kjör Baracks Obama til forseta Bandaríkjanna glöddu mig en auðvitað þurfti að spilla þeirri gleði þegar í ljós kemur að fyrrum bankastjóri Landsbankans, Sigurjón Árnason, situr þar enn og ef fréttir eru réttar hagar sér eins og hann sé ennþá bankastjóri.
Í útvarpinu í dag hefur verið fjallað dálítið um það að í júní í sumar hafi komið fréttir um að Ísland væri meðal þeirra 10 þjóða þar sem ríkti minnst spilling. Seth, bloggvinur minn, setti reyndar inn frétt á bloggið sitt í dag að Ísland væri spilltasta land í heimi. Þó mig langi ekki til að trúa því þá verð ég að viðurkenna að það örlar á þeirri skoðun hjá mér.
Síðustu daga hefur mér oft verið hugsað til danskrar vinkonu minnar, sem spurði mig í fyrra sumar að því hvaðan peningarnir sem íslensku útrásarvíkingarnir versluðu með kæmu. Það varð fátt um svör hjá mér, jú hluti þeirra er upprunninn í Rússlandi, hvaðan aðrir peningar komu hafði ég ekki hugmynd um. Í dag er mér að verða ljóst að þessir peningar eru ekki pappírsins virði, þeir eru hugarburður manna sem mökuðu krókinn undanfarin ár og bendi ég á myndband Jóns Geralds Sullenberger um Sterling flugfélagið máli mínu til stuðnings.
Á þingi í dag kom fram sú skoðun að þingmenn væru eins og afgreiðslumenn á kassa svo valdalitlir væru þeir. Ég get tekið undir þetta, mér finnst þó að þeir eigi að gera betur og standa vaktina en einhverra hluta vegna gerist það ekki. Hér undanskil ég engan því sannast sagna er ég steinhissa á stjórnarandstöðunni hvað hún hefur verið máttlaus og þögul í gegnum þetta allt. Skiljanlegt er það þó með Framsóknarmenn, en vinstrigrænir hafa ekki haft í frammi öfluga málsvörn fyrir almenning á Íslandi sem hefur tapað hundruðum milljóna og milljarða á falli bankanna. Er það vegna tengsla þeirra og vensla inní bankana eða hvað er í vegi þeirra að vaktstöðinni?
Það er því krafa dagsins að losna við spillingarliðið allt, sama hvar í flokki það stendur.
5.11.2008
Ef væri ég Kani þá kysi ég mann
Ef væri ég Kani þá kysi ég mann sem heitir Barack Hussein Obama.
Bendi á blogg Georgs P. Sveinbjörnssonar þar sem hann fjallar um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. http://killjoker.blog.is/blog/georg_petur/entry/699152/
Lára Hanna, bloggvinkona mín, er snilldarbloggari. Hún er óþreytandi að safna saman fréttum af siðspilltum og siðblindum bankamönnum, auðmönnum og stjórnmálamönnum sem aldrei virðist hafa verið kennt að skammast sín eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Í gær skrifaði Lára Hanna um tölvupóst sem gengið hefur eins og eldur í sinu um netheima þar sem sagt er frá ótrúlegum viðskiptum æðstu stjórnenda Kaupþings í aðdraganda falls bankanna. Þá sögu ætla ég ekki að rekja hér, það gerir Lára Hanna best allra og vísa ég á hennar síðu (http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/697952/).
Hitt er annað að Kaupþing er viðskiptabankinn minn. Þetta er bankinn sem ég hef treyst fyrir mínum fjármálum frá því ég hætti með reikningsviðskipti við Útvegsbankann uppúr 1977 og lagði fermingarpeningana mína inní Búnaðarbankann. Allar götur síðan hef ég haldið tryggð við bankann, hvað nafni sem hann hefur nefnst. Ég viðurkenni að ég var stolt af bankanum mínum þegar í ljós kom að hann virtist ætla að standa af sér kreppuna. Ég var sárreið út í æðstu stjórnendur í Bretlandi sem felldu bankann (þó hann hefði kannski fallið hvort eð er) og ég var einhvernvegin örugg um að útgreiðsluhlutfall úr peningamarkaðssjóðum Kaupþings yrði hærra heldur en hjá hinum bönkunum, sem það og varð!
Fréttir dagsins í dag segja mér hins vegar að ekki var allt með felldu í þessum banka frekar en öðrum. Siðspillingin og siðblindan sem þar ræður ríkjum virðist vera algjör og í dag sýður á mér. Hvurslags viðskiptasiðferði er þetta eiginlega? Bankinn hefur af mér pening, sem ég hef nurlað saman í gegnum tíðina og lagt inná peningamarkaðssjóð. Bankinn fékk verðbréfagutta til að telja mér trú um að hætta við að selja í peningamarkaðssjóðnum 18. september sl. og ég beit eins og asni á agnið. Það kostar mig slatta af peningum. Enga milljarða þó!
En þeir sem töldu verðbréfaguttanum trú um að blekkja mig til að halda aurunum mínum inní bankanum, þeir eru klipptir úr snörunni eins og ekkert sé. Þeir geta fært lántökur sínar uppá hundruðir og jafnvel þúsundir milljóna á hlutafélag korteri áður en bankinn er þjóðnýttur og þetta er leyft vegna þess að það er ekki hægt að finna nægilega HÆFA stjórnendur!!! Halló ... halló ... mennirnir tóku milljarða lán út á andlitið á sér! Halló ... halló, það var einhver sem lánaði þeim MÍNA peninga út á veð í sjálfum sér! Það á að halda áfram að treysta ÞESSUM mönnum til að stjórna bankanum.
Er enginn heima?
2.11.2008
Nú fór af mér handleggur
Sem liður í sparnaðaraðgerðum vegna efnahagsástandsins ákvað ég í síðasta mánuði að segja upp nokkrum föstum liðum á dagskránni hjá mér, var þar m.a. happdrætti SÍBS, happdrætti háskólans, áskrift að Stöð 2 Sport og uppsögn á vefsíðunni minni www.ingibjorg.net. Ég leit þangað inn um áðan og við mér blasti eymdin ein. Mér leið eins og það hafi verið sagaður af mér handleggurinn. Þó mörgum kunni að finnast þetta ómark þá var þessi aðgerð, lokun síðunnar minnar www.ingibjorg.net, fjáranum þungbærari! Mér líður eins og það hafi verið tekinn af mér handleggur!
Þessa síðu, bloggið mitt, hef ég notað á annan hátt heldur en heimasíðuna mína. Hér hef ég ritað hugrenningar og skoðanir á öllu og engu en á heimasíðunni minni hef ég meira einbeitt mér að greinaskrifum, frásögn af persónulegum högum, ljóðin mín voru vistuð þar, ættartalan og hvað eina. Ég veit að þetta er ennþá til og ég gæti sótt það aftur ef ég reiddi fram tæpar 6.000 krónur á mánuði, en ... arrrghhhh! Mikið andskoti er þetta vont!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson