Ætli það séu ekki einhverjir sem telji að ég sé stórskrítin að kvelja sjálfa mig við það að hlusta (og jafnvel horfa) á útsendingu frá Alþingi, nú nokkrum dögum fyrir áramót. Ástæða þess að ég ákvað að setja sjálfa mig í þessa stöðu er að fyrir þinginu liggur að ganga frá svokölluðu Icesave samkomulagi, eða lögum þar um.
Einhvern grun hafði ég um það í morgun að umræður við upphaf kjörfundar yrðu fjörugar í dag. Jólasteikin hefur greinilega farið vel í þingmenn því menn höfðu uppi mörg stór orð í upphafi fundar og skildu ekkert í því að það væri möguleiki á löngum fundi í dag og könnuðust ekkert við samkomulag þar um. Einn þingmaður, sem ég hygg að sé nýkjörinn þingmaður utan flokka Birgitta Jónsdóttir, hefur þann leiða sið að hrópa húrra eða jafnvel púa á þingmenn í ræðustól. Hún lét ekki sitt eftir liggja í dag.
Þingmenn greiddu atkvæði um hvort það ætti að hafa kvöldfund í kvöld, 30 sögðu já 24 sögðu nei. Það var því ekki tilviljun að ég velti því fyrir mér hvar þingmenn minnihlutans voru við upphaf þingfundar í dag? Meirihluti er skipaður 34 þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna og þar af leiðandi 29 þingmanna minnihlutaflokkanna. Samkvæmt fjarvistarskrá á vef Alþingis er ljóst að Álfheiður Ingadóttir var fjarverandi á fundinum og því hefði átt að greiða 62 atkvæði um kvöldfundinn. Hvar voru 3 þingmenn meirihlutans og ekki síður hvar voru 5 þingmenn minnihlutans, þingmenn sem hafa lagt sig fram um það dag og nótt að tefja afgreiðslu Icesave laganna? Hafa þessir 5 þingmenn gefist upp, eða hafa þeir ekki áhuga lengur á því að mæta í vinnuna sína?
Mér finnst það mjög alvarlegt ef það vantar 8 af 62 þingmönnum (gleymum því ekki að einn þingmaður var á fjarvistarskrá) eða nærri 13% þeirra sem hafa verið kjörnir til þess að setja íslenskri þjóð lög og reglur. Af þessum 8 eru nærri 63% úr minnihlutaflokkunum.
Sussss, mætið í vinnuna gott fólk!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.