2.11.2009
Hér iðrast ekki nokkur maður
Ástæðan fyrir stærð vandamálsins á Íslandi er sú að íslenskir bankar, sem voru einkavæddir m.a. í samræmi við stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins snemma á þessari öld, tefldu allt of djarft.
Ofanritað er í bloggfærslu Láru Hönnu og er hluti af bréfi sem nokkrir borgarar sendu til AGS. Færsluna hér að neðan skrifaði ég í athugasemd við bloggið hennar, en finnst þó að hún geti staðið sem sérstök færsla hér á mínum vettvangi.
Athugasemd mín fer hér á eftir:
Nú færðu mig til að efast Lára Hanna. Þið skrifið:
Ástæðan fyrir stærð vandamálsins á Íslandi er sú að íslenskir bankar, sem voru einkavæddir m.a. í samræmi við stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins snemma á þessari öld, tefldu allt of djarft.
Er ekki ástæðan miklu frekar sú að nokkrir einstaklingar, sem margir störfuðu innan bankanna eða áttu þar drjúgan hlut, urðu of gráðugir. Eftir allt það sem á undan er gengið er það ljóst í mínum huga að græðgin varð Íslendingum að falli númer eitt, tvö og þrjú. Auðvitað hjálpaði einkavæðingin til og vissulega vantaði margt uppá regluverkið þar í kring. En ef þessir einstaklingar, stjórnendur bankanna og eigendur þeirra hefðu ekki orðið svona gráðugir og ef þeir hefðu unnið að heiðarleika og verið ærlegir gagnvart viðskiptavinum sínum hefði fallið ekki orðið svona hátt. Græðgin kemur AGS í sjálfu sér ekki við og ég veit ekki hvað Strauss Kahn á að segja við ykkur ágæta fólk.
Hefði ekki verið nær að þið, sem undirritið þetta bréf, hefðuð skrifað samsvarandi bréf til þeirra 40 einstaklinga sem taldir eru til þeirra sem mesta ábyrgð bera á því gríðarlega hruni sem varð hér heima. Skrifið þeim ærlegt bréf og segið þeim að koma auðmjúkir til dyra frammi fyrir íslenskri þjóð og afsala sér öllu því "ríkidæmi" sem þeir telja sig hafa komið sér upp. Segið þeim að skila til íslensku þjóðarinnar því sem þeir hafa af græðgi sankað af sér og sett í aflandsfélög. Segið þeim að koma heim og þjóðinni, almúganum, skrílnum. Þá, og aðeins þá, er von til þess að einhver hluti þjóðarinnar nái sáttum við þá.
Persónulega er ég í miklum efa varðandi AGS, helst vildi ég vera laus við það fyrirbæri, en hvaða möguleika eigum við í stöðunni? Ég er enginn sérfræðingur í peningamálum þjóða (á nóg með mín eigin fjármál) en ég held það sé ljóst að við verðum að eiga möguleika á fjármagni úti í hinum stóra heimi. Það er held ég það eina, og svo gríðarlega mikilvægt, gagn sem við höfum af AGS.
En hvernig höfum við brugðist við hér heima? Hvernig teljið þið, sem undirritið þetta bréf, að almenningur í Evrópu líti á okkur þegar við höfum ekki stigið það skref sem þarf til að gera upp við okkar eigið fólk? Hér situr enginn á sakamannabekk, hér iðrast ekki einu sinni nokkur maður. Hvaða álit haldið þið að fólk erlendis hafi á okkur sem þjóð, margfaldið það svo með 100 og þá fáum við álit AGS á okkur; ribbaldar, ræningjar, siðlausir viðskiptamenn, gráðug þjóð.
Ég áfellist engan sem hefur þessa skoðun. Það er kominn tími til að líta á manninn í speglinum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2009 kl. 11:39 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.