1.9.2009
Stórkostleg upplifun
Á dögunum fór ég ásamt föngulegum hópi systra og vinkvenna til Finnlands. Markmiðið var að leggja Norðmenn og Frakka að velli í úrslitakeppni EM í knattspyrnu. Hafi það farið framhjá nokkrum þá tókst ætlunarverk okkar heldur betur og ekki bara það heldur lagði liðið mitt Þjóðverja einnig að velli þó systrahópurinn væri horfinn heim til Íslands á nýjan leik.
Nei ég er ekki með rugluna, ég tilheyrði hópi nokkurra tuga stuðningsmanna sem fylgdi íslenska kvennalandsliðinu til Finnlands og á pöllunum rúlluðum við upp Evrópumótinu svo eftir var tekið. Stemmingin á pöllunum var engu lík. Hljómsveitin Hjaltalín sló taktinn og við léðum raddir okkar og lungu í verkefnið og slógum hvergi af. Áfram Ísland hljómaði um leikvöllinn án mikilla hléa í rúmar 90 mínútur en þegar hvatningarhrópunum linnti var gripið til ættjarðarlaganna, þessara gömlu góðu sem allir kunna. Þarna rúlluðum við mótherjum okkar upp, hverrar þjóðar sem þeir voru!
Þessi ferð til Finnlands er einhver sú besta sem ég hef nokkru sinni farið í. Bæði vegna þess að Finnland tók vel á móti okkur með sólskini og hlýju, vegna þess borgirnar Helsinki, Tampere og Lahti eru ósköp ljúfar og viðkunnanlegar og ekki síst vegna þess að stelpurnar okkar fylltu okkur þjóðarstolti á ný. Nokkuð sem verulega hefur skort á undanfarna mánuði.
Eins og gefur að skilja hittum við fjölda marga ferðalanga þá viku sem við dvöldum í Finnlandi. Allir voru hlýlegir í okkar garð og nokkrir höfðu skilning á efnahagsástandi hér á landi og færðu okkur gjafir, sem oftar en ekki voru í fljótandi formi .
Það eina sem gerði ferðina erfiða ef svo má segja var íslenska krónan. Ég hygg að allir þeir sem í mínum hópi voru hafi þarna gert sér endanlega ljóst að gamli góði gjaldmiðillinn okkar hefur runnið sitt skeið. Það verður ekki búið við það til lengdar að greiða 7-8 evrur fyrir staðlaðan hamborgara frá McDonalds, eða 5-8 evrur fyrir glas af bjór eða gosdrykk. Steininn tók þó úr þegar nokkrar í hópnum mínum fengu sér rauðvínsglas og var gert að reiða fram 14 evrur fyrir herlegheitin, samsvarandi 2.500 króna.
Engu að síður var ferðin stórkostleg upplifun, nokkuð sem mun lifa í minningunni um ókomna tíð og stoltið sem fylgir því að vera hluti af svona frábæru og samheldnu fólki er óborganleg. Stelpunum í landsliðinu þakka ég fyrir frábæra leiki. Ferðafélagarnir fá þúsund kossa fyrir ógleymanlega ferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Það er svo sama króna sem veldur því að nú erum við með betri samkeppnis aðstöðu í útflutning og er að vinna sitt verk. Þar á meðal að halda Finnsku rauðvíni dýru svo að við kaupum það ekki nema á tyllidögum og spörum þess í stað við okkur að eyða gjaldeyri það skiptir nefnilega engu máli hvað hann heitir við getum í raunheimum aldrei eitt meiri gjaldeyri en við öflum án þess að súpa seiðið af því.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.9.2009 kl. 21:46
Ég fékk þjóðrembings heilkenni,þegar ég sá og heyrði stúlkurnar,syngja þjóðsöng okkar. Rauk beint í tölvuna uppnumin;Vildi´að allur heimur heyrði hvað þær sungu listavel;. Gaman að lesa þessa færslu,finnum samkenndina erlendis. Sætir Finnarnir, bjóða ykkur að súpa seyðið,með sér:-).
Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2009 kl. 23:39
Hún lætur ekki hæða af sér íslenska minnimáttarkenndin, komin í bullandi útrás!
Halldór Lárusson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 12:13
Stelpurnar stóðu sig frábærlega eins og þið.
Þetta mót er gott veganesti í reynslubankann fyrir HM.
Vonandi verður sruðningshópurinn enn fjölmennari á áhorfendapöllunum þá.
Kristján Þór Gunnarsson, 2.9.2009 kl. 19:40
Já á fullt að undir búa H.M.
Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.