Það er nú kannski ekki gott að greina frá því að hér sitji ég á föstudagskvöldi og horfi á útsendingu frá Alþingi. Einhver kann að segja að þeir sem það geri eigi sér lítið eða jafnvel ekkert líf, en ég hef það mér til afsökunar að ég rétt skipti yfir milli þátta og hitti á Vigdísi Hauksdóttur fara hamförum í ræðustóli Alþingis. Þar ræddi hún, en ræddi samt ekki, um hina ógurlegu Icesave reikninga. Það eru reikningar sem Landsbankinn stofnaði í Englandi og Hollandi og sankað að sér fjármunum gróðafíkla í þessum löndum. Þetta fólk lét glepjast af vöxtum sem ekki þekktust í öðrum bönkum í þessum löndum en síðar kom í ljós að fjármunina notuðu stjórnendur bankans til að blekkja almenning og hluthafa. Óþarft er að hafa fleiri orð um það ábyrgð stjórnenda Landsbankans er gríðarlega mikil sem og þeirra sem stjórnuðu efnahagsmálum hér uppi á Íslandi, því vissulega átti bankinn aldrei að fá leyfi til þess að stofna til þessara reikninga í nafni íslensku þjóðarinnar og íslenska ríkisins.
Þennan gjörning situr íslenska þjóðin uppi með, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Jú við getum neitað að borga og verið útskúfuð meðal annarra þjóða sem svikarar, ruplarar og ræningjar. Eða við getum sagt, jú við berum ábyrgð á þessum vitleysingum, við munum ábyrgjast reikningana eins og við mögulega getum. Slíku samkomulagi verða að fylgja ákveðnir fyrirvarar um það að Ísland er og mun verða áfram eins sjálfstæð þjóð og gjaldþrota þjóð getur orðið og við munum standa vörð um okkar náttúruauðlindir, þær eru grundvöllur þjóðarinnar og fara ekki úr okkar eigu.
En aftur að Vigdísi þessari Hauksdóttur. Hún fór mikinn í ræðustóli Alþingis og hjó þar helst í raðir Samfylkingarinnar og vísaði allt aftur til þess tíma sem Alþýðuflokkurinn var í stjórn og innleiddi EES samninginn og lét að því liggja að hrun íslensku bankanna væri Alþýðuflokkum og þar af leiðandi Samfylkingunni að kenna. Vigdís hagaði sér þarna eins og kostulegur hlaupari í hindrunarhlaupi, stökk yfir ábyrgð Framsóknarflokksins (sem er og hefur verið einn armur Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár) með því að nefna hann ekki á nafn og skildi í leiðinni eftir 20 ára sögu þjóðarinnar og Alþingis eftir í myrkrinu.
Í færslunni sem ég skrifaði í gær benti ég á grein Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann vísar á ábyrgð Kjartans Gunnarssonar. Vissulega væri hægt að benda á fleiri í því sambandi. Má þar m.a. nefna til sögunnar nöfn eins og Halldór Ásgrímsson, Valgerði Sverrisdóttur og að ógleymdum Finni Ingólfssyni, ástmögur Framsóknarflokksins, sem var þeirra snjallasti viðskiptamaður. Hann var enda skipaður í stöðu viðskiptaráðherra og þegar hann nennti ekki að taka við leifunum af Framsóknarflokknum af Halldóri Ásgrímssyni þakkaði Halldór honum fyrir með því að skipa hann í stöðu Seðlabankastjóra, enda maðurinn snjallasti viðskiptamaður Framsóknar. Þegar Finnur nennti ekki lengur að vera seðlabankastjóri bankaði hann nett í öxlina á Halldóri, fósturföður sínum og Halldór afhenti honum Búnaðarbankann. Það var eðlilegt enda hafði Davíð látið vini sína Björgólfsfeðga fá Landsbankann fyrir lítið fé. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá fóru Bjöggarnir til Finns vinar síns og fengu lán frá honum til að "borga" fyrir Landsbankann. Þar sem Finnur er sérfræðingur Framsóknar í viðskiptum ætli hann hafi ekki rölt sér yfir til Bjögganna og fengið lán fyrir Búnaðarbankanum frá þeim!!! Spyr sá sem ekki veit!
Finnur þessi Ingólfsson, nennti síðan ekki lengur að eiga banka, "eignaðist" fjárfestingafélag, sem óx af slíkum ógnarhraða að viðskiptaheimurinn horfði á í forundar og skildi hvorki upp né niður í þessum snillingi Finni Ingólfssyni framsóknarmanni. Enda sprakk þetta félag í loft upp síðasta haust. Og framsóknarmenn horfðu með stjörnur í augum á þetta skilgetna afkvæmi sitt og afhentu sínum fremsta viðskiptamanni leifarnar af Samvinnuhreyfingunni. Leifar sem höfðu legið á nokkuð tryggum bankareikningum um áratuga skeið eigendum sínum, hverjir sem það voru, til lítils gagns. Aurarnir voru "dautt fé" eða "fé án hirðis" eins og snjallasti Sjálfstæðismaðurinn orðaði það svo vel hér um árið. Finnur Ingólfsson, framsóknarmaður, tók milljarða króna, leitaði uppi eigendur og erfingja þeirra og lofaði því að peningarnir yrðu greiddir út fljótlega eða a.m.k. bráðum. En hvað gerði þessi snjallasti viðskiptamaður Framsóknarflokksins, jú hann "fjárfesti" hinu "dauða fé" í mis gæfulegum fjárfestingum og nú sitja eigendurnir og erfingjar þeirra sem leitað var að af miklum móð uppi með milljarðatuga skuld eftir þennan snilling.
Í kvöld vogar svo þingmaður Framsóknar, Vigdís Hauksdóttir, sér að koma í ræðustól og níða skóinn af stjórnmálaflokki sem ekki hefur verið til í tæpan áratug og sakar hann um það að bera ábyrgð á umræddum reikningum. Ég held að Vigdís Hauksdóttir ætti að leita hófanna annarsstaðar en í sögu Alþýðuflokksins, henni væri nær að líta í sinn eigin rann. Ætli hún geti ekki leitað að sökudólgum í skúffum á skrifstofunni við Hverfisgötu, ég held það væri nær!
ps. ég bendi á bloggið hennar Láru Hönnu þar sem hún fann Finn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
HEYR HEYR, sammála hverju orði. Magnaður pistill hjá þér. Takk fyrir !
Ína (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.