Leita í fréttum mbl.is

Hinir ósnertanlegu

Arnþór Sigurðsson, bloggvinur minn, segir á boggi sínu í dag:

Þegar að Hannes Hólmsteinn messaði hér um árið um að við íslendingar ættum alveg einstakt tækifæri í því að virkja hið dauða fjármagn og laða að erlenda fjárfesta og gera Ísland að fjármálamiðstöð þá óraði okkur hinum ekki fyrir því að við værum ábyrg.

Það hreinlega gleymdist í allri frjálshyggjunni að segja okkur að við bærum ábyrgð á einkavæðingunni og hugmyndum Hannesar. Því var statt og stöðugt haldið fram að best væri að einkavæða allt sem mögulegt væri. Einstaklingum væri mun betur teystandi heldur en ríkinu í rekstir fyrirtækja. En fór sem fór og við erum gerð jafnábyrg fyrir sukkinu eins og um ríkisfyrirtæki væri að ræða.

Í framhaldi af þessu velti ég því fyrir mér hvort þessi einkavæðing hafi í raun verið ein allsherjar dulbúin ríkisvæðing. Eru frjálshyggjupostularnir í raun últra kommúnistar þar sem hagnaðurinn og gróðinn fari í vasa hinna útvöldu (skráðum eigendum) en skuldirnar, skíturinn og ósóminn verði greiddur, þrifinn og borinn af almenningi (ríkinu).

Svo virðist reyndar meira að segja að hinir útvöldu (skráðir einkaeigendur) eigi ekki aðeins að sleppa við að borga þær skuldir sem þeir hafa stofnað til heldur eigi þeir líka að halda eftir því sem þeir kalla eigur sínar. Jafnvel sameign þjóðarinnar, fiskurinn í sjónum, má vera eftir í þeirra eigu þó við, ríkið, berum grilljóna skuldir þeirra á herðum okkar um ókomin ár.

Kannski eru hinir útvöldu ekki réttnefni, nær væri að kalla þessa kauða hina ósnertanlegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hrollur! Dautt fjármagn!(:-

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú ert að hitta naglann á höfuðið svo um munar. Hið gamla Sovét undir nýjum formerkjum.

Finnur Bárðarson, 20.8.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband