Leita í fréttum mbl.is

Hvenær eru gjafir gjafir og hvenær geta þær orðið mútur?

Stundum þykir við hæfi og sjálfsögð kurteisi að gefa gjafir en í öðrum tilvikum er ásetningurinn sá að hafa áhrif á stjórnvalds- eða viðskiptaákvarðanir einhvern tíma í framtíðinni.

Tilvitnunin hér að ofan er komin úr pistli Stefáns Erlendssonar stjórnmálafræðings sem hann skrifaði í Morgunblaðið 13. september í fyrra undir fyrirsögninni Boðsferð, gjafir og mútur. Ástæða skrifanna var umfjöllun um laxveiði ferð sem Guðlaugur Þór Þórðarson þáði í Miðfjarðará á tíma þegar Baugur var með ána í leigu. Í tilefni af umræðum um gjafir FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins hefur bloggvinkona mín Lára Hanna Einarsdóttir endurbirt grein Stefáns á bloggi sínu í tilefni af.

En Lára Hanna gerir meira, hún dregur fram pistil sem hún skrifaði í ágúst 2008, um feril REI málsins. Það er ekki að ástæðulausu sem hún gerir það og í raun öðlast skrif hennar nýja merkingu nú þegar í ljós hafa komið gríðarháir styrkir frá FL Group og Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins aðeins nokkrum vikum áður en REI málið kom upp á yfirborðið.

Ef þú hefur ekki nennu til að lesa pistilinn hennar Láru Hönnu, sem reyndar er grein sem Pétur Blöndal skrifaði í Morgunblaðið 4. nóvember og er ansi langur, þá vil ég hvetja þig til þess að láta ekki þessi myndbönd fara framhjá þér:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband