3.4.2009
Skyldi manninum ekki leiðast?
Nú skömmu fyrir miðnættið kíkti ég á útsendingu frá Alþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Björk Guðjónsdóttir, dundar sér nú við að lesa uppúr umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um stjórnskipunarlögin. Ég efast ekki um að þar sé margt fróðlegt að finna, enda er mannavalið hjá sambandinu alveg einstakt. Hitt efast ég um að það sé virkilega nauðsynlegt að lesa upp álit sambandsins í þessu máli í ræðustól Alþingis. Hingað til hefur verið nóg að fjalla um umsagnir um lagabreytingar í nefndum og efast ég ekki um að ítarlega hafi verið fjallað um þessa umsögn í nefnd.
Þegar ég hef hlustað á Björk, núna í nokkrar mínútur, þá velti ég því líka fyrir mér hvort henni leiðist svona ógurlega í vinnunni? Vissulega er hægt að eyða föstudagskvöldi betur en að lesa upp umsagnir í ræðustól en fyrst hún er að gera þá hefði mér þótt við hæfi að hún reyndi að glæða þessa umfjöllun einhverju lífi. Enn eru 21 þingmaður Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá, á eftir Björk mun Þorgerður Katrín taka til máls og ég verð að segja að ég er dálítið spennt fyrir því hvaða pól hún tekur í hæðina. Árni Johnsen söng um kvikmyndargerðarlögin, Björk les upp umsagnir og hver veit nema Þorgerður Katrín lesi ljóð. Ef hún gerir það þá mæli ég með því að hún lesi ljóðið hans Steins Steinarrs um Passíusálm nr. 52.
Passíusálmur nr. 51
Á Valhúsahæðinni
er verið að krossfesta mann.
Og fólkið kaupir sér far
með strætisvagninum
til þess að horfa á hann.
Það er sólskin og hiti,
og sjórinn er sléttur og blár.
Þetta er laglegur maður
með mikið enni
og mógult hár.
Og stúlka með sægræn augu segir við mig:
Skyldi manninum ekki leiðast
að láta krossfesta sig?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2009 kl. 09:29 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ég vild ég væri Pamela í Dallas. Við breytum engu þarna ,hvað sem okkur finnst um þessar uppákomur sem ég vil nefna svo,þar sem þær eru nokkuð óvenjulegar.Kosningarnar verða spennandi.
Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2009 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.