Í gær hófst landsfundur Samfylkingarinnar í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Mér fannst það vel við hæfi að ég sæti minn fyrsta landsfund á heimavelli í mínum heimabæ og mætti því full eftirvæntingar um klukkustund áður en blása átti til leiks. Í Smáranum hitti ég jafnan fullt af vinum mínum og kunningjum og þó nú væri enginn venjulegur kappleikur að fara af stað, og á engan hátt íþróttatengdur, þá vantaði vinina ekki heldur að þessu sinni.
Rannveig Guðmundsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar, bauð fundarmenn velkomna í Kópavog. Hún sagði í örstuttu máli frá sögu bæjarins sem byggður var af harðduglegu fólki sem ekki var innvígt né innmúrað í valdaklíku íhaldsins og fékk ekki úthlutað lóðum í Reykjavík. Þetta fólk byggði sér því nýjan bæ á Digraneshálsi á ódýrum sumarhúsalóðum. Rannveig sagði frá því að bærinn hafi eitt sinn gengið undir nafninu barnabærinn vegna hins háa hlutfalls barna meðal íbúa. Af þessu var bærinn ákaflega stoltur og síðar hlaut bærinn ekki síðra viðurnefni: félagsmálabærinn. Ég fann hversu stolt ég var þegar Rannveig var að flytja ræðu sína enda hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í þessum bæ í ríflega 45 ár og naut þess að alast upp í barnabænum og taka þátt í því að gera hann að félagsmálabænum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, steig því næst á stokk og flutti sérstaklega góða ræðu þar sem hún fór af yfirvegun yfir aðdragandann að síðustu Alþingiskosningum, samstarfið við Sjálfstæðismenn og síðar slit þeirrar ríkisstjórnar. Hún sagði að sækja mætti fordæmi í Kópavog sem gæti komið mörgum á óvart en: Andi frumherja Kópavogs er dæmi um reynslusjóð sem við getum sótt í. En vítin til að varast blasa líka hvarvetna við hér í Kópavogi og í öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem trúðu á ævarandi uppgang.
Ég gæti tekið út fjöldann allan af dæmum úr ræðu Ingibjargar til að birta hér en læt það ógert, tengillinn hér að ofan vísar á ræðu hennar og ég tel að hún sé holl lesning. Eina tilvitnun enn get ég þó ekki stillt mig um að birta:
Í Sjálfstæðisflokknum fer auðvald og ríkisvald hönd í hönd. Hér ríkir kunningjakapítalismi. Sjálfstæðismenn eru ráðandi jafnt í fyrirtækjum sem stjórnkerfi og sú samtrygging sem þannig hefur komist á leiðir til aga- og aðhaldsleysis. Ég hef sjálf margítrekað sett þetta fram í opinberri umræðu á liðnum árum og þess vegna átti ég og við öll í Samfylkingunni að vita þetta. Það sem sló hins vegar ryki í augu okkar voru þær mannabreytingar sem þá höfðu orðið í forystu flokksins. Nýir og geðþekkari einstaklingar höfðu tekið við stjórninni og við bundum vonir við þá. Við horfðum framhjá því við stjórnarmyndunina að vandamálið er ekki fólkið heldur flokkurinn. (leturbreyting IH)
Báðar þessar mætu konur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Rannveig Guðmundsdóttir ætla nú að draga sig í hlé og vil ég fyrir mína hönd þakka þeim fyrir þeirra miklu og góðu störf í þágu Samfylkingarinnar og okkar allra. Þess má þó geta að Ingibjörg bætti við í lok ræðu sinnar: Ég er ekki farin. Ég er bara á vegamótum. Ég hlakka til fundarins í dag, það eru kosningar framundan og ef það hefur farið framhjá einhverjum þá styð ég Árna Pál Árnason sem varaformann flokksins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.