Leita í fréttum mbl.is

Besti ræðumaður íhaldsins næstum á níræðisaldri

Ég veit ekki hvort það var rétt af mér, en ég ákvað að æfa mig fyrir landsfund Samfylkingarinnar í morgun með því að hlusta á útsendingu frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í morgun ræddu þeir um Evrópusambandsaðild og eftir að hafa hlustað í góða klukkustund var ég komin með suð í eyrun. Bestu ræðuna flutti Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, og sem betur fer beygði Sturla Böðvarsson reglur um tíma ræðumanna nokkuð og fékk Ragnhildur að tala óáreitt í drjúga stund. Ragnhildur er ótrúlega ern og hress og greinilegt var á ræðu hennar að hún hefur engu gleymt þótt hún sé nú komin hátt á níræðisaldur, fædd 1920.

Í máli hennar kom m.a. fram að menn ættu ekki að loka á aðild að Evrópusambandinu, heldur taka málið upp fordómalaust og leggja það síðan í dóm þjóðarinnar. Það ætti ekki að líkja aðild að Evrópusambandinu við Gamla sáttmála frá árinu 1262 (sem annar ræðumaður á undan henni sagði reyndar vera frá árinu 1264) slíkt væri fjarri öll lagi enda væri um samninga að ræða en ekki afsal allra réttinda.

Eftir að Ragnhildur hafði flutt sköruglega ræðu sína fékk ég aftur suð í eyrun vegna málskrúðs annarra fulltrúa og á endanum gafst ég upp á að hlusta á landsfund Sjálfstæðisflokksins og hlustaði á bestu lög Queen þess í stað. Ólíkt leið mér betur með það og mætti því fersk, kát og hress til landsfundar Samfylkingarinnar í Smáranum. Upplifun mín af þeim fundi verður tilefni annarrar færslu mjög fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Nafna mín er reyndar fædd 1930.

En ræðan auðvitað jafn góð eftir sem áður

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.4.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband