Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur listi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi

Prófkjörum Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar í vor er nú lokið. Í gær urðu ljósar niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Mitt kjördæmi er í Suðvestri og ég verð að segja að niðurstaðan í því kjördæmi er með eindæmum glæsileg. Árni Páll Árnason, minn maður Wink, vann glæsilegan sigur og leiðir listann. Katrín Júlíusdóttir heldur 2. sætinu og Lúðvík Geirsson Hafnarfjarðargoði verður í því þriðja. Kannski var niðurstaða Þórunnar Sveinbjarnardóttur ákveðin vonbrigði, hún sóttist eftir leiðtogahlutverkinu á listanum en einhverra hluta vegna var nafn hennar oftar en ekki víðsfjarri þegar talað var um baráttuna um oddvitasætið.

Í dag á flokkurinn í kjördæminu 4 þingmenn, Árna Pál, Katrínu, Þórunni og Gunnar Svavarsson, sem ekki sóttist eftir endurkjöri. Það er alveg kristaltært í mínum huga að flokkurinn á að bæta við sig a.m.k. einum manni. Sá sem verður þar í forgrunni er Magnús Orri Schram. Að mínu viti er Magnús Orri flottur í baráttusætið, hann er ungur, ferskur, staðfastur, vel máli farinn og það skemmir sannarlega ekki fyrir að hann er einn myndarlegasti frambjóðandinn í kjördæminu!

Fyrstu 6 sætin í prófkjörinu:

1. Árni Páll Árnason  1.184  atkvæði í 1. sæti
2. Katrín Júlíusdóttir  1.415 atkvæði í 1. - 2. sæti
3. Lúðvík Geirsson 1.599 atkvæði í 1. - 3.sæti
4. Þórunn Sveinbjarnardóttir 1.104 atkvæði í 1. - 4. sæti
5. Magnús Orri Schram 1.287 atkvæði í 1. - 5.sæti
6. Magnús Norðdahl 1.217 atkvæði í 1. - 6.sæti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband