Leita í fréttum mbl.is

Eins og smákrakkar í drullupolli

Mér varð það á nú um það leyti sem ég ætlaði í háttinn að athuga hvort þingmenn okkar væru ekki örugglega hættir að þrasa. Margir þeirra eru með ung börn á sínu framfæri sem þarf að koma í skóla í fyrramálið og sumir eiga jafnvel maka sem bíða þeirra heima og hafa ekkert séð þá í allan dag, nema í gegnum sjónvarpið. Ekki má heldur gleyma því að þingmennirnir okkar eiga erfiðan dag fyrir höndum á morgun því það eru nefndafundir í fyrramálið og sjálfsagt þurfa þessar elskur að undirbúa sig eitthvað fyrir það.

En viti menn þegar ég stillti á sjónvarp Alþingi þá tíndist upp hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum, já og Jón Magnússon hvar í flokki sem hann nú er, og ræddu ... ekki frumvarp um breytingu á lögum um lífeyrissparnað, ekki frumvarp um stjórnskipunarlög, ekki frumvarp um atvinnuleysistryggingar, ekki frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara, ekki frumvarp um heimild til samninga um Helguvík, ekki ... já, svona mætti lengi telja. Nei sjálfstæðismenn ræddu um fundarstjórn forseta. Og af hverju voru þeir að ræða um fundarstjórn forseta, vegna þess að þeir vildu fara að komast heim!

Ef sjálfstæðismenn hefðu ekki hagað sér eins og smákrakkar í drullupolli á þinginu í allan dag þá væru þeir sjálfsagt komnir heim. Þess í stað hafa þeir haldið uppi málþófi í umræðu um frumvarp til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Það er gott og þarft mál og þarfnast sannarlega ítarlegrar umræðu, en þó ekki svo ítarlegrar að allir þingmenn sjálfstæðisflokks þurfi að koma upp og nýta ræðutíma sinn til hins ýtrasta og að þeir þurfi allir að veita andsvar við ræðu hvers annars. Þetta háttalag, sem hefur staðið frá því klukkan fjögur í dag, kölluðu sjálfstæðismenn ekki málþóf nú undir miðnættið, þetta vildu þeir meina að væri sérkennileg fundarstjórn forseta.

Mikið óskaplega held ég að Sjálfstæðismönnum líði illa á þinginu nú þegar þeir eru loksins komnir í stjórnarandstöðu og eru nú í hlutverki þeirra fávísu, ómerkilegu stjórnarandstæðinga sem þeir hafa talað niður til á 18 ára samfelldri setu sinni í ríkisstjórn. Ég veit og vona að forseti Alþingis, skólastjórinn Guðbjartur Hannesson, muni ekki láta þessi spilltu krakkarassgöt villa um fyrir sér. Fundurinn mun sjálfsagt standa fram á nótt og ég veit að Guðbjartur mun með þolinmæði sinni og þrautsegju landa þingmönnum sjálfstæðisflokks eins og smáfiski sem hann veiddi sem polli við pollann á Akranesi í den.

Þingmönnum og þjóðinni býð ég góða nótt og vona að hinum kjörnu fulltrúum okkar muni farnast betur í þingstörfum á morgun en þeir gerðu í dag. Landi og þjóð til heilla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef lýst yfir því áhyggjum að Sjálfstæðismenn neyta að styðja ríkisstjórn og koma þannig í veg fyrir úrbætur sem annars væru henni auðveldari. Reyndar hef ég mælt með þjóðstjórn tímabundið meðan að erfiðleikar okkar eru sem mestir og myndi það gera hægri jafnt sem vinstri mönnum vel til geðs.

Annað sem mér finnst að hjá Sjálfstæðisflokknum er að bjóða þennan rasista, Jón Magnússon, velkominn í flokkinn eftir þá ógeðfelldu umræðu sem hann hélt uppi á meðan hann var í Frjálslynda flokknum. Aðkoma hans að Sjálfstæðisflokknum hefur látið renna á mig tvær grímur um hvort ég kjósi flokkinn nokkuð næst.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband