Leita í fréttum mbl.is

Endurreisn eða yfirklór?

Hversu oft hefur ekki verið sagt í nú síðustu vikur og mánuði að nú sé ekki tími til að benda á sökudólga og draga menn til ábyrgðar heldur standa saman og hjálpast að við að byggja upp íslenskt efnahagslíf. Það stendur ekki til hjá mér í þessari og næstu færslu að benda á sökudólga eða draga menn til ábyrgðar en ég fer fram á það að þeir sem næstir fallinu stóðu sýni hógværð og auðmýkt þegar talað er um það efnahagslega hrun sem við Íslendingar göngum nú í gegnum.

Framsóknarflokkurinn fékk á síðari hluta síðasta árs óumbeðna og að mörgu leyti ófyrirséða andlitslyftingu, þingmenn og fyrrum formenn hurfu þaðan í flýti ýmist eftir óafsakanleg afglöp, gagnrýni flokksfélaga sinna eða kannski vegna þess að þeim þótti það hollast á þessum tímamótum. Framsóknarflokkurinn flúði þó ekki ábyrgð sína og bauðst til þess að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Í framhaldinu reyndu þeir þó að gera sig gildandi þegar einn úr þeirra hópi tafði afgreiðslu frumvarps um Seðlabanka Íslands og er ég ekki viss um að sá leikur hafi verið sá snjallasti í stöðunni. Það kemur í ljós síðar.

Frjálslyndi flokkurinn virðist vera að gufa upp vegna elda sem þeir kynda sjálfir og bera olíu að. Kvótakerfið sem var ein aðalforsenda fyrir stofnun flokksins, hefur varla verið til umræðu á síðustu vikum, þó nú sem aldrei fyrr sé mikilvægt að halda þeirri umræðu á lofti. Tveir þingmenn af fjórum hafa hlaupið í fang sinna fyrrverandi flokka og hljóta vonandi viðeigandi útreið fyrir komandi kosningar. Hinir tveir sem eftir standa í Frjálslynda flokknum eiga erfitt verkefni fyrir höndum í aðdraganda kosninga.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur byrjað sitt uppgjör og virðast það helst liggja í uppgjöri við Davíðsarminn, þann sem hefur staðið í stafni og stýrt þjóðarskútunni á þann stað sem hún er nú. Áhafnir skútunnar hafa verið mismunandi á þeim tíma og ljóst að fylgisveinar flokksins tóku þátt í að halda Sjálfstæðisflokknum við völd og þar liggur þeirra ábyrgð. Þó yfirbót þeirra nú sé að mínu mati ekki sérlega merkilegt heldur fyrst og fremst ætlað til fylgisaukningar við flokkinn þá má Sjálfstæðisflokkurinn eiga það að hann er að fara í uppgjör. Formaðurinn hefur stigið til hliðar og framundan virðist vera hatrömm barátta um forystuna. Barátta sem getur skipt sköpum um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fá á sig mildara og manneskjulegra yfirbragð eða hvort hann ætlar að halda áfram að vera grundvöllur sérhagsmuna og einkavinavæðingar eins og verið hefur svo lengi sem ég hef fylgst með stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ingibjörg mín það kemst ekkert að fyrir evrópuumræðu Samfó sem er á því að ekkert sé nú þeim að kenna og þeir hefðu ekki getað slökkt neina elda og það ætlar enginn af þeim að axla ábyrgð ég er svo orðlaus yfir aumingjaskap nýju stjórnarinnar sem hafði aðeins eitt markmið og það var að koma Oddman Ofurhetju frá og hvað svo er von að maður spyrji sig ???

Þórarinn M Friðgeirsson, 2.3.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband