Leita í fréttum mbl.is

Nóttin

Mótmælin héldu áfram í gær. Þau færðust þó á annað stig en hingað til þegar lögreglan beitti táragasi á mótmælendur og ekki síður þegar mótmælendur brutu rúðu í Dómkirkjunni. Hvoru tveggja harma ég að hafi gerst og vona sannarlega að þetta sé ekki það sem koma skal.

Nú hefur það svo sem ekki farið framhjá þeim sem hafa lesið þær línur sem ég skrifa hér á vefinn að ég er á móti ofbeldi og skemmdarverkum af öllu tagi. Ég er líka hálf smeyk við það hvernig mótmælin hafa þróast og játaði í einhverri athugasemd að ég hefði lítið hjarta þegar kemur að svona múgæsingi, ef það má orða það svo. Í dag sá ég síðan myndir frá mbl.is held ég frekar en visir.is af mótmælunum í nótt og mér féllust algjörlega hendur.

Hvað eru unglingar að þvælast ofaní bæ að berja á löggunni um miðja nótt? Hvar eru foreldrar þessara ungmenna, sem að stærstum hluta til virðast vera drengir? Er þjóðfélagið okkar orðið þannig að foreldrar gæta þess ekki að unglingarnir sínir séu heima þegar liðið er fram yfir miðnætti? Hverskonar hegðun er það að sparka með „karatesparki“ í skildi lögreglunnar, sem er þó aðeins að vinna vinnuna sína? Ef það er aðeins lítill hluti mótmælenda sem hagar sér svona - sem ég er svo sem full viss um - hvar er þá meirihlutinn? Af hverju eru þessir unglingar ekki stöðvaðir áður en lögreglan þarf að grípa til þess úrræðis að varpa táragasi á mannfjöldann?

Margir þeirra, sem hafa verið á Austurvelli síðustu sólarhringa hafa lýst því svo að lögreglan hafi gengið alltof hart fram. Það má vera og ég hef tekið undir það þegar ég hef séð myndir sem sýna það, s.s. í tengslum við mótmælin við Hótel Borg á gamlársdag. En atburðirnir eins og þeir koma mér fyrir sjónir á vefmiðlum eru forkastanlegir og ég er algjörleg agndofa yfir þessari hegðun. Ekki láta forsætisráðherra hafa rétt fyrir sér ... við, íslenskir mótmælendur, erum enginn skríll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær koma þeir heim Ólafur Ólafs,Hreiðar Már, Sigurður Einarss,Bjarni,Hannes,og allir hinir.

Hvers vegna eru þeir ekki sóttir af yfirvöldum.

Svar vegna þess að þeir sleppa  við nokkur óþægindi,allir.

Kjósandi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Svona lítur alltaf miklu verra út í fjölmiðlum. Ég upplifði þetta sem frekar saklaust, svona miðað við tilefni. Ég harma að sjálfsögðu að lögreglumaður hafi fengið heilahristing og að hendi mótmælanda hafi verið brotin og auðvitað hefði verið betra að losna við rúðubrotin og táragasið en þetta eru kannski ekki aðalatriði gærdagsins. Það sem gerðist var að mótmælendum tókst að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum og stjórnin getur ekki reynt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Núna er það sem bjartsýnustu menn töldu að tæki mánuði orðið dagaspursmál!

Héðinn Björnsson, 22.1.2009 kl. 18:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þú náðir í þennan lit,á bloggið,  ég ætla að fara að hlusta á Hildi Helgu,vona að pottasláttur yfirgnæfi ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband