Leita í fréttum mbl.is

Hver er krafan?

Tvisvar sinnum hef ég mætt á mótmælafund á Austurvelli. Oftlega hef ég verið spurð að því hverju verið er að mótmæla, svona fyrir utan ástandinu í landinu og hver krafa mótmælenda er? Sjálf hef ég svo sem velt því fyrir mér hver hin raunverulega mótmælakrafa er og sjálfsagt eru kröfurnar álíka margar og fólkið sem mætir á völlinn. Skoðanir manna eru misjafnar en þó tel ég að nokkrar kröfur sameini raddir þess fólks sem mætir á Austurvöll og krefst breytinga.

Í fyrsta lagi er krafan sú að stjórn Seðlabanka Íslands víki öll og að þar verði skipuð ný stjórn þar sem hæfir einstaklingar setjist í stjórn en ekki einhverjir flokkshestar sem eru í náðinni hjá stjórnvöldum á hverjum tíma.

Í öðru lagi er krafan sú að stjórn Fjármálaeftirlitsins, og æðsta stjórn þess, sem sannarlega svaf Þyrnirósarsvefni undanfarin ár verði látin víkja því aðeins þannig getur almenningur í landinu fengið einhverja vissu fyrir því að eftirlit verði haft með ríkisbönkunum og því sem mun gerast í framhaldinu.

Í þriðja lagi þurfa a.m.k. tveir ráðherrar að stíga fram og axla sína ábyrgð á málinu. Þar fara fremstir ráðherra bankamála annars vegar og ráðherra fjármála hins vegar. Þessir tveir hafa verið í miðju þessa máls í mislangan tíma að vísu. Afsögn þeirra yrði ekki til annars en að auka traust almennings og heimsins á því að á Íslandi ríki lýðræði og að stjórnsýslan sé skilvirk og ÁBYRG. Ef fleiri ráðherrar taka uppá því að axla ábyrgð á ástandinu, s.s. forsætisráðherra þá er það í góðu lagi mín vegna.

Í fjórða lagi þarf að boða til kosninga í vor svo þjóðin geti kveðið upp sinn dóm gagnvart þeim stjórnvöldum sem hafa ekki staðið vaktina gegn þeim flokki manna sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar. Þeirra ábyrgð er síðan efni í annan pistil sem ég ætla að geyma til betri tíma þegar betur hefur komið í ljós hvað þeir hafa kostað íslensku þjóðina, svona fyrir utan æruna, sómann og traustið gagnvart erlendum þjóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem ber ábyrgðina er sá sem setur lög hvað varðar peningastjórina í hagkerfinu. Svo geta menn deild um það hvort ábyrgðin sé hjá almenningi, bönkunum, Seðlabankanum, FME eða ríksstjórninni.

Ríkisstjórnin er eini aðilinn sem getur sett, afnumið eða breytt lögum í landinu.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nei, er það ekki Alþingi sem hefur síðasta orðið, hvað lög og lagasetningar viðkemur. - Það eru jú þeir sem samþykkja ráðherrana og velja þá til að framkvæma það sem þeir "alþingismenn" samþykkja á Alþingi.  Alþingi á alltaf síðasta orðið um öll mál, með samþykki sínu eða höfnun.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband