7.11.2008
Ég biðst afsökunar
Einhverja aura átti ég í peningamarkaðssjóði í Kaupþingi. Um daginn fékk ég bréf frá nýja bankanum þar sem ég var beðin um að tilgreina hvert ætti að leggja inn þá peninga sem bankinn ætlaði að greiða mér úr peningamarkaðssjóði. Það stóð ekki á svari hjá mér og í gegnum tölvuna tilgreindi ég hvert ætti að setja peningana.
Næsta dag kíkti ég á netbankann minn og sá að það var búið að leggja inn á reikninginn minn, en það kom mér á óvart að það var búið að leggja næstum því sömu upphæð á annan reikning sem ég á í bankanum og peningamarkaðsreikningurinn var kominn rækilega í mínus! Ég þorði ekki öðru en að hringja í þjónustufulltrúa minn í bankanum og segja frá þessum mistökum og hún lofaði að leiðrétta þau.
Þar með hélt ég að málið væri úr sögunni, en í gærkvöldi er hringt í mig frá bankanum og stúlkan í símanum segir að bankinn hafi gert mistök. Jú ég kannaðist við það ... búið var að greiða mér peningamarkaðsfjárhæðina tvisvar sinnum og ég sagði henni eins og er að ég treysti ekki starfsmönnum bankanna betur en svo að ég vildi leiðrétta þetta strax og hafði þegar haft samband við þjónustufulltrúann minn. Þessu fylgdu nokkrar háðsglósur frá mér um það litla traust sem ég bæri til bankamanna um þessar stundir. Spurði svo stúlkuna í símanum hvort henni þætti það nokkuð skrýtið! Fátt var um svör og lauk símtalinu nokkru síðar.
Þegar ég kveikti á útvarpsfréttum örskömmu síðar er þar lesin frétt um að bankafólk hafi þurft að leita sér aðstoðar vegna stanslausra háðsglósa frá viðskiptavinum og jafnvel skömmum og reiðilestri. Þá þegar sá ég eftir glósum mínum til stúlkunnar í símanum og vil ég koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þessa. Ég veit vel að hún ber ekki ábyrgð á hruni bankanna og vil ég taka fram að þetta var ekki illa meint.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
mikil manneskja ert þú,pirringur er eitthvað í sálinni sem hendir nær alla.
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2008 kl. 14:17
Sammála þér..
Aldrei að skjóta sendiboðann. Það hefur aldrei gefið góða raun.
Brynjar Jóhannsson, 7.11.2008 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.