Leita í fréttum mbl.is

Burt með spillingarliðið

Fréttir í fyrradag af afskriftum háttsettra bankamanna gerðu mig reiða. Fréttir morgunsins um kjör Baracks Obama til forseta Bandaríkjanna glöddu mig en auðvitað þurfti að spilla þeirri gleði þegar í ljós kemur að fyrrum bankastjóri Landsbankans, Sigurjón Árnason, situr þar enn og ef fréttir eru réttar hagar sér eins og hann sé ennþá bankastjóri.

Í útvarpinu í dag hefur verið fjallað dálítið um það að í júní í sumar hafi komið fréttir um að Ísland væri meðal þeirra 10 þjóða þar sem ríkti minnst spilling. Seth, bloggvinur minn, setti reyndar inn frétt á bloggið sitt í dag að Ísland væri spilltasta land í heimi. Þó mig langi ekki til að trúa því þá verð ég að viðurkenna að það örlar á þeirri skoðun hjá mér.

Síðustu daga hefur mér oft verið hugsað til danskrar vinkonu minnar, sem spurði mig í fyrra sumar að því hvaðan peningarnir sem íslensku útrásarvíkingarnir versluðu með kæmu. Það varð fátt um svör hjá mér, jú hluti þeirra er upprunninn í Rússlandi, hvaðan aðrir peningar komu hafði ég ekki hugmynd um. Í dag er mér að verða ljóst að þessir peningar eru ekki pappírsins virði, þeir eru hugarburður manna sem mökuðu krókinn undanfarin ár og bendi ég á myndband Jóns Geralds Sullenberger um Sterling flugfélagið máli mínu til stuðnings.

Á þingi í dag kom fram sú skoðun að þingmenn væru eins og „afgreiðslumenn á kassa“ svo valdalitlir væru þeir. Ég get tekið undir þetta, mér finnst þó að þeir eigi að gera betur og standa vaktina en einhverra hluta vegna gerist það ekki. Hér undanskil ég engan því sannast sagna er ég steinhissa á stjórnarandstöðunni hvað hún hefur verið máttlaus og þögul í gegnum þetta allt. Skiljanlegt er það þó með Framsóknarmenn, en vinstrigrænir hafa ekki haft í frammi öfluga málsvörn fyrir almenning á Íslandi sem hefur tapað hundruðum milljóna og milljarða á falli bankanna. Er það vegna tengsla þeirra og vensla inní bankana eða hvað er í vegi þeirra að vaktstöðinni?

Það er því krafa dagsins að losna við spillingarliðið allt, sama hvar í flokki það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég hef aldrei skilið hvaðan peninganna komu og hvers vegna bara íslendingar voru svo miklar snillingar í fjármálum.

Það er ótrúlegt að þeir komust upp með þetta allt.

Heidi Strand, 5.11.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Minnst spilling?

Hvílík dásamleg afneitun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ingibjörgí alvöru ég er til í byltingu,er viss að,hér í blogginu finnst prýðilegur efniviður í stjórn landsins,kem með hugmynd seinna er á spani.

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband