Lára Hanna, bloggvinkona mín, er snilldarbloggari. Hún er óþreytandi að safna saman fréttum af siðspilltum og siðblindum bankamönnum, auðmönnum og stjórnmálamönnum sem aldrei virðist hafa verið kennt að skammast sín eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Í gær skrifaði Lára Hanna um tölvupóst sem gengið hefur eins og eldur í sinu um netheima þar sem sagt er frá ótrúlegum viðskiptum æðstu stjórnenda Kaupþings í aðdraganda falls bankanna. Þá sögu ætla ég ekki að rekja hér, það gerir Lára Hanna best allra og vísa ég á hennar síðu (http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/697952/).
Hitt er annað að Kaupþing er viðskiptabankinn minn. Þetta er bankinn sem ég hef treyst fyrir mínum fjármálum frá því ég hætti með reikningsviðskipti við Útvegsbankann uppúr 1977 og lagði fermingarpeningana mína inní Búnaðarbankann. Allar götur síðan hef ég haldið tryggð við bankann, hvað nafni sem hann hefur nefnst. Ég viðurkenni að ég var stolt af bankanum mínum þegar í ljós kom að hann virtist ætla að standa af sér kreppuna. Ég var sárreið út í æðstu stjórnendur í Bretlandi sem felldu bankann (þó hann hefði kannski fallið hvort eð er) og ég var einhvernvegin örugg um að útgreiðsluhlutfall úr peningamarkaðssjóðum Kaupþings yrði hærra heldur en hjá hinum bönkunum, sem það og varð!
Fréttir dagsins í dag segja mér hins vegar að ekki var allt með felldu í þessum banka frekar en öðrum. Siðspillingin og siðblindan sem þar ræður ríkjum virðist vera algjör og í dag sýður á mér. Hvurslags viðskiptasiðferði er þetta eiginlega? Bankinn hefur af mér pening, sem ég hef nurlað saman í gegnum tíðina og lagt inná peningamarkaðssjóð. Bankinn fékk verðbréfagutta til að telja mér trú um að hætta við að selja í peningamarkaðssjóðnum 18. september sl. og ég beit eins og asni á agnið. Það kostar mig slatta af peningum. Enga milljarða þó!
En þeir sem töldu verðbréfaguttanum trú um að blekkja mig til að halda aurunum mínum inní bankanum, þeir eru klipptir úr snörunni eins og ekkert sé. Þeir geta fært lántökur sínar uppá hundruðir og jafnvel þúsundir milljóna á hlutafélag korteri áður en bankinn er þjóðnýttur og þetta er leyft vegna þess að það er ekki hægt að finna nægilega HÆFA stjórnendur!!! Halló ... halló ... mennirnir tóku milljarða lán út á andlitið á sér! Halló ... halló, það var einhver sem lánaði þeim MÍNA peninga út á veð í sjálfum sér! Það á að halda áfram að treysta ÞESSUM mönnum til að stjórna bankanum.
Er enginn heima?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Addi minn tapaði aðeins 600,þúsund hugðist nota það upp í bíl.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2008 kl. 00:29
Daunin leggur um þjóðfélagið og hann versnar bara og versnar eftir eftir því sem meira er flett ofan af haugnum. Feginn núna að ég hef ekki tekið lán í 20 ár...en ég á svo sem ekki margt heldur nema góða vini og gítarinn minn
Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 01:53
Reiði þín er meira en réttlát. Ætli verðbréfaguttinn sem taldi þér trú um að selja ekki úr peningamarkaðssjóðnum sé ekki sjálfsagt sá eini sem hefur eitthvað samviskubit og líði illa ? Hann hefur sjálfsagt verið matreiddur með upplýsingum " að ofan " og verið í " góðri trú ". Topparnir; ef þetta er allt rétt; á að setja í gapastokk á Lækjartorgi !
Kristján Þór Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 18:25
Georg þú ert ríkur maður í dag.
Heidi Strand, 4.11.2008 kl. 22:33
Það má segja það, en það tók mig líka obbann af þessum 20 árum að borga upp öll lán sem ég hafði tekið áður, rétt kominn á núllið þegar spilaborgin hrundi með látum. Það sem kom vitinu fyrir mig var þessi bók.
Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.