Leita í fréttum mbl.is

En hvar sem ég drulla og hvar sem ég míg

Helga Kristjánsdóttir bloggvinkona mín kastaði fram tveimur vísum sem ég fann mig knúna til að svara, veit svo sem ekki af hverju en þessar vísur komu á augabragði (og bera þess sjálfsagt merki). Þessar vísur mínar mætti sjálfsagt kalla Kreppuvísur.

Hin fyrri er svona:

Þótt sálin þjái og þoli nauð
og þrjóti gleðin sanna
óskertan á ég samt auð
endurminninganna.

og ég svaraði:

Þann auðinn ég á
sem enginn mun fá
án þess við deildum því saman.
Í tíma og rúmi
í birtu og húmi
æ manstu hvað þá var allt gaman.

Síðari vísan er svona hjá Helgu:

Er ég að villast vonlausan stíg
eða verður hér allt að gulli
æ!einu gildir hvar matast og míg
verði milli eða á mig drulli. 

og ég svaraði:

Víst er það vont, að vafra um stíg
sem vandfarinn er og flókinn.
En hvar sem ég drulla og hvar sem ég míg
er horfin mín öll bankabókin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha,Ha, mín ekki lengi að því,komin í gírinn gamla. Bankabókin ,var að skoða gamlar bækur úr sparisjóði Kóp.Hlægilegar tölur út og inn,svona verður þetta,þið eruð svo vel menntuð og klár tekur ykkur 2 ár að byggja upp og svo reynslunni ríkari.Áfram Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Þetta er frábært hjá ykkur :-) Nú bíður maður bara eftir framhaldinu

Kristján Þór Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband