Leita í fréttum mbl.is

Frostið oss herði

Ísland

Þú nafnkunna landið sem lífið oss veittir,
landið, sem aldregi skemmdir þín börn,
hvert þinnar fjarstöðu hingað til neyttir,
hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn.

Undarlegt sambland af frosti og funa,
fjöllum og sléttum og hraunum og sjá,
fagurt og ógurlegt ertu þá brunar
eldur að fótum þín jöklunum frá.

Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði,
fjöll sýni torsóttum gæðum að ná.
Bægi sem kerúb með sveipanda sverði
silfurblár ægir oss kveifarskap frá.

       Bjarni Thorarensen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Það var gaman að þú skildir velja þarna ljóð eftir langa-langa-langafa minn. Ekki allir sem vita að hann bjó í Gufunesi og götur og mannvirki í Foldahverfi bera nöfn, sem koma úr ljóðunum hans. Úr þessu kvæði koma Frostafold og Funafold. - Allir þekkja kvæðið: Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð. - Þaðan kemur nafnið á aðalgötunni, Fjallkonuvegur.

ÞJÓÐARSÁLIN, 6.10.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að fá þetta í hjartastað, er orðin þreytt eftir daginn fæddist lítill langömmustrákur og svo allt "hitt"í þjóðmálum,svara Kjartani,farin að sofa 1 afkomanda ríkari.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband