3.10.2008
Hvar hef ég verið?
Það er ekki nema von að spurt sé. Ekkert bloggað í tvær vikur og sumir bloggvinir farnir að óttast þó ekki hafi þeir haft fyrir því að senda manni fyrirspurn um fjarveruna. Hvað um það. Ætli mín hafi ekki bara verið í landinu helga, Ísrael, þar sem hún fetaði í fótspor Jesú Krists og lærisveinanna.
Tilgangur ferðarinnar var þó alls ekki sá að boða fagnaðarerindið en það tókst þó engu að síður þar sem það kom í minn hlut að fræða ungar knattspyrnustúlkur um kristinsögu og rifja upp fyrir þær helstu kraftaverk sem um er getið í Biblíunni. Tían sem ég fékk reglulega í kristinfræðum í Digranesskóla í gamla daga skilaði sér sem sagt fyrir rest!
Annars var það skemmtilegt að fræða stelpurnar um þá staði sem við heimsóttum, m.a. sáum við heimabyggð Símons Péturs Jónassonar, sem Jesús gerði að leiðtoga kirkjunnar.
Hann spyr: En þér, hvern segið þér mig vera?
Símon Pétur svarar: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.
Þá segir Jesús við hann: Sæll ert þú, Símon Jónasson! Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta, heldur faðir minn á himnum. Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.
Eftir að ég hafði rifjað upp þessa sögu með knattspyrnustúlkunum ungu spurði ég þær hvort þeim þætti þetta ekki merkilegt, að vera á þessum stað? Og það stóð ekki á svari: Nei, þetta er hundleiðinlegt! - Það olli mér þó engum áhyggjum, þær munu meta þetta síðar!
Ekki má gleyma því að Jesús gekk á Galileu vatni og hann lægði storm sem gerði fiskimönnum þar lífið leitt. María magðalena átti heima við Galileu vatn og við vatnið eru líka Gólanhæðir sem eiga sér örlítið yngri sögu í huga okkar, en Ísraelar hernámu þær af Sýrlendingum árið 1967, í sex daga stríðinu.
Meðal þeirra staða sem við heimsóttum var kirkja hinna fátæku en á leið okkar að henni rákumst við á ritninguna: "Sælir eru fátækir í anda því þeirra er himnaríki." Myndin hér að neðan er einmitt tekin við þá kirkju, þarna sér yfir Galileu vatn en niðri við vatnið hægra megin við mig er talinn vera bústaður Maríu magðalenu.
Kirkja hinna fátæku við Galileu-vatn.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Mikið er gott að fá þig heim.Já varstu í Israel. Nr.hvað er boðorðið "þú skalt ekki ljúga" ,það gerði ég óvart þegar ég sagði þig í Frakklandi,ætlaði að spyrja kirkjunnar menn næst þegar ég hitti þá,hvort til sé "hvít"lygi. Að spyrjast ekki fyrir um þig, nei vissi að þú varst ekki týnd sá að þú tilkynntir komu þína 1.des. Svo velkomin mín kæra. Salom.
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2008 kl. 17:05
nei, 1okt. (málsbætur:var í símanum meðan ég gerði þetta)
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.