15.9.2008
Fló á skinni
Síðastliðið föstudagskvöld fór ég á leikritið Fló á skinni í uppfærslu Leikfélags Akureyrar ásamt systrum mínum, mágum og foreldrum. Núverandi leihússtjóri Borgarleikhússins og fyrrverandi leikhússtjóri LA flutti sýninguna suður og gengur hún nú í höfuðstaðnum fyrir fullu húsi um hverja helgi. Miðað við upplifun mína af leikritinu þá er það engin furða.
Árið 1972 setti Leikfélag Reykjavíkur verkið upp og þá fóru foreldrar mínir ásamt okkur systrum á verkið. Ég man enn eftir því hvað okkur þótti verkið skemmtilegt, Þorsteinn Erlingsson lék holgóma manninn (að mig minnir) og fór hann alveg á kostum. Við systur hermdum eftir honum í margar vikur á eftir. Í minningunni var hraðinn í verkinu árið 1972 ekki alveg eins mikill og er í því í dag en að þessu sinni er það í nýrri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar en þýðingin frá 1972 var í höndum Vigdísar Finnbogadóttur.
Á laugardagskvöld fóru síðan systkinabörn mín og tengdabörn í leikhúsið 8 saman og skemmtu sér konunglega. Það er því engu logið þegar sagt er að verkið brúi kynslóðabil margra kynslóða.
Ég hvet alla sem hafa vott af húmor til þess að fara á þessa sýningu. Hún er stórfengleg. Guðjón Davíð Karlsson fer á kostum í hlutverkum sínum og það sama má segja um alla aðra leikara sem voru hver öðrum betri. Þýðing Gísla Rúnars er mögnuð eins og við var að búast, staðfærð og skemmtileg, þó örlaði á því hjá mér í leikhúsinu að það hefði verið hægt að staðfæra verkið uppá nýtt miðað við nýtt leikhús. Flytja verkið allt suður yfir heiðar!
Leikfélagi Akureyrar, Maríu Sigurðardóttur leikstjóra og öllum þeim sem að verkinu koma óska ég til hamingju með stórkostlega fyndið og skemmtilegt verk.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Takk fyrir þessa ábendingu. Það væri gaman að sjá þessa sýningu. Mig minnir að ég hafi séð þetta leikrit með foreldrum mínum þegar ég var krakki
Marta B Helgadóttir, 15.9.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.