Leita í fréttum mbl.is

Bulliđ í bćjarstjóranum

Í Morgunblađinu, blađi allra landsmanna, er í dag viđtal viđ bćjarstjórann í Kópavogi og ţví slegiđ upp í fyrirsögn ađ hann telji ađ hverfasamtök í bćnum séu af pólitískum rótum runnin. Hvernig bćjarstjórinn finnur ţađ út er erfitt ađ segja til um en í viđtalinu segir hann ađ formađur nýstofnađra samtaka í Lindahverfi hafi fariđ ítrekađ út úr fundarsalnum til ađ eiga leynilegar stundir međ Guđríđi Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. Slíkar ásakanir eiga sér enga stođ og flokkast undir lygi og ekkert nema lygi.  

Ţessi ótrúlega ímyndun bćjarstjórans ber ekki vott um annađ en óöryggi og vanmátt gagnvart sterkum og samstilltum hverfasamtökum eins og ţeim sem ţegar hafa veriđ stofnuđ í Lundi, á Kársnesi, á Nónhćđ, viđ Skógarhjalla og nú í Lindum. Í raun mćtti bćta viđ hverfissamráđ viđ Vatnsenda en ţar hafa íbúar haft ýmislegt ađ athuga viđ skipulagsmál án ţess ţó ađ stofna um ţađ sérstök samtök.

Bćjarstjórinn í Kópavogi er lagstur í vörn og miđađ viđ framkomu hans og önuglyndi í Morgunblađinu í dag ţá gćti ég helst trúađ ađ upplýsingafulltrúi bćjarins sé í fríi, hann hefđi aldrei hleypt bćjarstjóranum í viđtal í ţessum ham. Auk ţess velti ég ţví fyrir mér, vegna ţess ađ ég trúi ţví ekki ađ karlinn hafi fundiđ ţetta upp hjá sjálfum sér, hver hafi veitt bćjarstjóranum upplýsingar um tíđar ferđir verđandi formanns hverfasamtakanna út úr húsi. Ekki var bćjarstjórinn á stađnum. Spurningin sem bćjarstjórinn ćtti ađ spyrja sig um helgina er: Var heimildarmađurinn á stađnum yfirleitt?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

         Er nema von ađ kallinum svíđi
         
         ađ á hverfasamtaka fundum,

         fari formađur út međ Guđríđi

         í felur löngum stundum         
    
        

   Sofnađi yfir sjónvarpinu Ingo mín,komst síđan í glens, mitt ankeri.

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2008 kl. 02:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband