Leita í fréttum mbl.is

14. sætið

Ætli einhvern hinna 4.056 kjósenda sem kusu Framsóknarflokkinn í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi órað fyrir því að maðurinn í 14. sæti myndi setjast í borgarráð á kjörtímabilinu? Ég leyfi mér að efast um það.

Annars væri skemmtilegt að spyrja vin minn Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara og markaðsstjóra, að því hvort hann eigi nokkuð von á því að taka sæti í bæjarráði Kópavogs á kjörtímabilinu! Guðmundur var í 14. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi við sveitarstjórnarkosningarnar 2006.

  • Einnig mætti spyrja Jóhannes Bjarnason sem skipaði 14. sætið á lista Framsóknar í Sandgerði,
  • Kjartan Kjartansson í 14. sæti á lista Framsóknarflokks á Akranesi,
  • Sigríði Magnúsdóttur 14. mann á lista Framsóknar á Ísafirði eða
  • Örlyg Þór Helgason 14. mann á lista Framsóknar á Akureyri

Ekki held ég að þessu fólki hafi nokkru sinni órað fyrir því að það taki sæti í bæjarráði sinna sveitarfélaga, enda á Framsóknarflokkurinn aðeins einn mann í bæjarstjórn á hverjum þessara staða. Nú sem aldrei fyrr hefur Framsóknarflokkinn sett niður í þrotlausri eftirsókn eftir völdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég  vorkenni alltaf minnimáttar!! Í mínu ungdæmi voru stjórnmál skemmtun.Við fórum smá pæjur´á framboðsfundi á Þingeyri.Mér er sagt að í Ráðhúsinu hangi uppi mynd af mér við hlið Ólafs Ragnars Grímssonar ásamt fleiri krökkum að taka á móti þáverandi forseta Ásgeir Ásgeirssyni.Ásgeir var gríðarlega vinsæll á þessum framboðsfundum þegar hann var þingmaður og salurinn lét sko í sér heyra,þá voru kratar sterkir.Ég ætla ekkiað kjósa oftar,þó ég lifi.Veit um mína stefnu,hún verður ávallt stefna framtíðar,til heilla fyrir næstu kynslóðir.Ég get verið stjórnmálamaður því þetta segja allir EN;EN;EN   með hverju,með hverju,kæra Ingo.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband