25.8.2008
Orða eða ekki orða, þar er efinn
Í dag bárust af því fréttir að forseti vor hyggðist sæma leikmenn íslenska landsliðsins Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framgöngu sína á handboltavellinum í Kína. Er það vel og hugmyndin sjálfsagt vel meint. En það berast einnig fréttir af því að forsetinn ætli að sæma fyrirliðann, þjálfarann og formann HSÍ stórriddarakrossi fyrir framgönguna. Gott og vel. Sem dugandi þjóðfélagsþegn og liðsmaður innan íþróttahreyfingarinnar þá set ég dálítið spurningamerki við þessi ósköp öll.
Í fyrsta lagi minnir mig að forsetinn hafi ætlað að draga úr því prjáli sem fylgir orðuveitingum þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta. Sjálfsagt eru allir búnir að gleyma því og kannski ég líka, en á annarri öxl minni situr púki sem hvíslar þessu stöðugt í eyra mér.
Í öðru lagi velti ég því fyrir mér af hverju þrír úr hópnum eigi að fá stórriddarakross á meðan aðrir fá riddarakross. Jú fyrirliðinn er búinn að fá riddarakrossinn svo það á sér skýringar. En hvað með þjálfarann og formanninn. Af hverju stökkva þeir beint í stórriddarann?
Í þriðja lagi þá spyr ég, af hverju fær ekki allur hópurinn orðu? Var ekki um það talað á meðan á leikunum stóð að hópurinn ALLUR væri þéttur, samstilltur og óhugnanlega samstíga í öllu sínu! Í hópnum eru nefninlega líka nokkrir "fótgönguliðar" sem eru ekki að falla í kramið hjá forsetanum. Það er ég viss um að aðstoðarmenn þjálfarans hafa ekki sofið mikið meira en hann á meðan á leikunum eða undirbúningi þeirra stóð. Það sama á við um hjúkrunarliðið sem nuddaði, plástraði og læknaði drengina í gríð og erg á meðan á leikunum stóð.
Á myndinni hér að neðan má sjá hópinn sem stóð að baki þessum ótrúlega glæsilega árangri. Þarna er framkvæmdastjórinn, sjúkraþjálfarinn, nuddarinn, læknirinn, aðstoðarþjálfarinn og aðstoðarmaðurinn. Þessir fimm verða eftir þegar forsetinn afhendir krossana.
Hvað sem verður þá óska ég þeim sem hljóta vegtyllur forsetans innilega til hamingju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
já og eiginkonur,mæður,feður.
Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2008 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.