Leita í fréttum mbl.is

Tónleikar Glingurs

Í kvöld fór ég á lokatónleika Tríósins Glingurs í kirkju Óháða söfnuðarins. Flottir tónleikar hjá ungu tónlistarfólki sem munu örugglega gera sig gildandi í íslensku tónlistarlífi í framtíðinni. Í tríóinu eru Sólveig Valdimarsdóttir píanóleikari,  Karl Jóhann Bjarnason sellóleikari og systurdóttir mín María Konráðsdóttir, sem spilar á klarinett.

Reyndar er þetta í annað sinn sem ég fer á tónleika með Glingri, í fyrra sinnið voru þau með hádegistónleika í Þjóðmenningarhúsinu, en í sumar hefur hópurinn starfað á vegum Hins hússins í svokölluðu skapandi sumarstarfi. Það voru líka mjög skemmtilegir tónleikar og kannski örlítið meira fyrir mig þar sem þeir voru aðeins 30 mínútur en tónleikarnir í kvöld voru nærri 90 mínútum! Dálítið stór skammtur af klassískri og nútíma tónlist fyrir mitt R&B eyra. Annars var ég mjög hrifin af þeim tveimur verkum sem krakkarnir fluttu í kvöld og voru ný verk eftir nemendur Listaháskólans. Mjög flott, sérstaklega fyrra verkið sem minnti mikið á góða kvikmyndatónlist. Mjög flott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband