Leita í fréttum mbl.is

Enn á að ganga þvert á vilja íbúa Kársness

Eftirfarandi bréf barst mér í tölvupósti: 

Kæru félagsmenn og aðrir stuðningsmenn Betri byggðar á Kársnesi!

Eins og þið hafið eflaust frétt, þá boðar okkar ágæti Kópavogsbær til íbúafundar á Kársnesi í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. júlí kl. 20, að Vesturvör 32b.

Til fundarins er boðað þvert á óskir stjórnar BBK. Enn og aftur sjá bæjaryfirvöld í Kópavogi ástæðu til að kynna í júlíbyrjun meiriháttar skipulagsbreytingar hér á Kársnesinu eða um það leyti sem sumarleyfi landsmanna standa sem hæst!

Stjórn BBK hefur frá því í apríl, átt í viðræðum við fulltrúa skipulagsyfirvalda í framhaldi af mótmælum okkar sl. haust. Því miður urðu fundirnir færri og árangurinn mun rýrari en vonir okkar stóðu til.

Skemmst er frá því að segja, að þær nýju skipulagshugmyndir sem kynntar voru stjórninni seinni partinn í júní, ganga í grundvallaratriðum þvert á kröfur íbúa og innsendar athugasemdir þeirra:

  1. Í stað þess að fækka íbúðum, hefur þeim verið fjölgað í yfir 1000.
  2. Í stað þess að draga úr umferðarþunga á Kársnesi, hefur hann verið aukinn.
  3. Í stað þess að taka höfnina út af skipulagi, eins og bæjarstjóri lofaði, þá er enn gert ráð fyrir henni.
  4. Í stað þess að draga úr atvinnustarfsemi yst á nesinu, hefur hún verið aukin.
  5. Í stað þess að láta staðar numið í landfyllingum, verður bætt enn frekar við þær,
  6. og svo mætti lengi telja.... og enn og aftur boðar bærinn gríðarlegar skipulagsbreytingar á Kársnesi í upphafi helsta sumarleyfistíma landsmanna.

Af ofansögðu er því miður ljóst, að ráðamenn bæjarins hafa kosið að hunsa mótmæli okkar og þær alvarlegu athugasemdir sem við íbúarnir gerðum.

Okkur er óskiljanlegt hvaða ástæður búa þarna að baki, vegna þess að bæjarstjórinn okkar lét hafa það ítrekað eftir sér í fjölmiðlum að tekið yrði tillit til athugasemda íbúa og að unnið yrði að nýjum skipulagshugmyndum á "lýðræðislegum" grunni.

Mætum öll og sýnum í verki andstöðu okkar við þessi vinnubrögð.

Við sættum okkur ekki við þessa framkomu.

Við mótmælum vanefndum bæjarins.

Við krefjumst lýðræðis.

f.h. Betri byggðar á Kársnesi
Arna Harðardóttir
formaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband