23.4.2008
Lögregluaðgerðir
Í gærkvöldi setti ég inn tvær færslur hér á bloggið. Annars vegar um prófkjör í Bandaríkjunum, þar sem ég taldi að dagar Hillary Clinton væru taldir (sem reyndist ekki vera) og hins vegar um það hvað það væri gott að fara glaður í háttinn. Þar hitti ég naglann á höfuðið, enda dreymdi mig mikið og í morgun komst ég að því að draumfarir mínar eru fyrir góðu. Í draumráðningabókinni minni segir eitthvað á þá leið að þeir sem hafi verið að ofsækja dreymandann muni fara halloka og dreymandinn vinni fullnaðar sigur! Það er gott.
Vöruflutningabílstjórar hafa ekki verið að sækja á mig og hef ég losnað blessunarlega við óþægindi af þeirra sökum. Í dag hef ég varla haft undan að uppfæra vefsíður til að fá nýjustu fréttir og aukafréttatími RÚV varði örugglega lengur en þeir sjálfir áformuðu. Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að ákveða hvort ég standi með bílstjórum eða löggunni í þessu máli. Helst er ég á þeirri skoðun að báðir aðilar séu komnir út í öfgar sem mér líkar ekki við að sjá hér á Íslandi.
Mótmæli bílstjóra beindust í upphafi að hækkandi olíuverð en síðan bættust við kröfur um undanþágu frá reglugerðum um hvíldartíma. Ég get tekið undir að bensín- og olíuverð er allof hátt nú um stundir, en það er ekki íslenskri ríkisstjórn að kenna heldur mætti frekar benda á stefnu George W. Bush í málefnum Miðausturlanda. Þá er ég ekki viss um að ég sé sammála því að það eigi að draga úr kröfum um hvíldartíma hjá bílstjórunum. Eiginlega er það mér þvert um geð. Í vetur hefur verið mikið átak í gangi hjá Umferðarstofu þar sem ökumenn eru hvattir til að taka sér 15 mínútna hvíld frá akstri, enda er syfjaður eða sofandi ökumaður óendanlega hættulegur sjálfum sér og öllum öðrum í umferðinni.
Lögreglan á ekki mikla samúð hjá mér heldur eftir atburði dagsins. Miðað við þau myndskeið sem sést hafa á vefmiðlum þá gengu þeir fram af gríðarlegri hörku, sem að mínu viti á engan rétt á sér. Notkun þeirra á piparspreyi var tilviljunarkennd og virtust sumir lögregluþjónar ekki hafa annað að markmiði en að klára úr brúsanum á hvern þann sem fyrir varð. Það hlýtur að vera hægt að finna einhvern meðalveg sem er milli þess að yfirlögregluþjónninn gangi meðal manna og gefi þeim í nefið og þess sem við urðum vitni að í dag. Lögreglan verður að skoða sinn gang með opnum hug en ekki þeirri vissu að það hefði ekki verið hægt að gera neitt öðruvísi, eins og mig grunar að hún muni þrátt fyrir allt gera.
Íslendingar eru í eðli sínu friðsöm þjóð, það er ekki möguleiki í stöðunni að sitja þegjandi hjá á meðan samfélagið breytist í lögregluríki. Hér þarf að grípa inní af festu og ábyrgð og þeir sem þessu landi stjórna geta ekki fylgst með þessu úr fjarlægð, eða með bundið fyrir augu. Nú þarf styrka stjórn og ég treysti því að ráðherrar þessa lands muni taka þetta mál upp og koma í veg fyrir að hér verði lögregluríki í ætt við það sem við sáum í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Það segi ég með þér Ingibjörg, ég vona að ráðherrar þessa lands taki þetta mál upp og komi í veg fyrir að hér verði komið á lögregluríki.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.4.2008 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.