Leita í fréttum mbl.is

Til fyrirmyndar

Það er alls ekki víst að það sé til fyrirmyndar að setja inn færslu á bloggið svona undir nóttina en ég var að koma heim eftir heimsókn til Helgu Einarsdóttur sem er með mér í saumaklúbb og ég varð að benda á nokkuð sem mér þykir vera til fyrirmyndar. Blogg landsmanna er oftar en ekki yfirfullt af neikvæðum athugasemdum um alla mögulega hluti en mig langar til að vera ögn á jákvæðari nótum fyrir svefninn.

Þar sem ég ók heim til mín áðan þá fór ég inná Nýbýlaveg frá Hafnarfjarðarvegi. Vestast á Nýbýlavegi standa yfir miklar vegaframkvæmdir vegna bygginga fjölbýlishúsa við Lund og færslu á háspennustreng. Þar hafa verkamenn verið að vinna í allan vetur og þegar ég ók þarna í gegn áðan þá var mér hugsað til þess hversu vel er gengið um vinnusvæðið og hversu góðar vegmerkingar eru þarna á svæðinu. Akvegurinn er heldur mjór á kafla og þarna er rétt svo pláss fyrir akstur úr sitt hvorri áttinni en merkingar eru svo vel úr garði gerðar að það þarf alvarlega vangæslu til að orsaka þarna slys. Ég ek þarna um nær daglega, alla daga á leið í og úr vinnu og oft um helgar. Hingað til hef ég ekki orðið vör við óhöpp á svæðinu, það þakka ég fyrst og fremst góðum merkingum og skýrum.

Þeir sem að þessu verki standa eiga þakkir skildar, frágangur þarna er til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband