Á laugardag fór ég og tippaði eins og venjulega með vinahópnum mínum, við skoruðum vel í þessari viku og fáum rúmar 10 þúsund krónur í okkar hlut! Á meðan við sátum og réðum ráðum okkar varðandi úrslitin í enska boltanum (og sitt hvað fleira) þá kom til okkar sýningarstjórinn að sýningunni "Sumarið 2008" og bauð tippurum að skoða sýninguna áður en við færum heim. Að sjálfsögðu nýtti ég mér þetta boð.
Í einum af fyrstu básunum þá var til sýnis tæki sem finna má á snyrtistofu í Hafnarfirði en tækið er þeirrar náttúru að þú stígur uppá það, stendur eins og staur eða með bogna fætur og tækið hristir þig sundur og saman. Að sögn stúlkunnar sem kynnti tækið þá var 10 mínútna staða á tækinu jafn mikil æfing og 60 mínútna æfing við í venjulegum leikfimisal. Eftir að hafa horft á nokkra stíga á tækið í stutta stund þá ákvað ég loks að slá til og steig uppá tækið. Því hafði ég neitað algjörlega í fyrstu, enda viss um að ég myndi ekki hætta að hristast fyrr en undir kvöldmat ef ég færi á þessa voðalegu vél. En ég lét undan og stillti mér uppá tækinu. Stúlkan stillti það fyrir mig á 10 mínútna æfingu og þar stóð ég og hristist á mismiklum hraða allan þann tíma. Tækið er þannig sett upp að ég sneri botninum og bakinu að gestum sem áttu leið hjá og a.m.k. 4 menn dáleiddust við það eitt að ganga framhjá og munu enn vera á ráfi í Fífunni.
Þetta var undarleg tilfinning að hristast svona, ég er viss um að tækið gerir manni gott, þetta er ekki ósvipað og þegar maður hefur verið í röskri göngu og hefur teigt á stirðum limum að þá er gott að hrista sig örlítið og fá blóðið á hreyfingu. Það var eiginleg tilfinningin, blóðið fór á hreyfingu, hjartslátturinn var nákvæmlega sá sami og þó ég hefði staðið hreyfingarlaus í 10 mínútur og öndunin var bara salla róleg eftir að ég jafnaði mig á hlátrinum sem sprakk uppúr mér á fyrstu mínútunni. Að tækið jafnist á við 60 mínútur í ræktinni er ég ekki viss um, en þetta var notalegt þegar ég steig niður. Mér hitnaði vel og ég er ekki frá því að það hafi verið gott að hrista blóðflæðið af stað með þessum hætti. Ef þú hittir einhversstaðar á þessa kynningu, endilega stökktu uppá tækið og hristu þig í 10 mínútur, það er bara hressandi!
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Verð eð segja jollu að lesa til að framkalla dillihlátur hennar.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2008 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.