Leita í fréttum mbl.is

Stefnum hærra

Þetta eru ánægjuleg tíðindi og alveg í takti við það sem ég spáði þann 12. þessa mánuðar. Það er hins vegar ljóst að íslenska liðið vill og hefur getu til að stefna enn hærra. Ísland hefur getu til að sigra þjóðir eins og Ástralíu (12), Ítalíu (13), Finnland (16), Úkraínu (17) og ekki síst Holland sem er í 18. sæti heimslistans, sem nú hefur 12 stiga forskot á Ísland.

Staða Íslands nú er afrakstur gríðarlega mikillar vinnu þeirra leikmanna sem hafa leikið fyrir hönd Íslands sl. 5 ár. Þar er enginn leikmaður undanskilinn, ungur eða gamall, núverandi eða fyrrverandi. Allir leikmennirnir hafa lagt sitt af mörkum til að ná þeim árangri sem stefnt er að, sem er að komast á EM í Finnlandi 2009. Knattspyrnusambandið hefur lagt mikinn metnað í íslenska liðið og með markvissum hætti stuðlað að því að takmarkið náist. Það má ekki gleyma því að Róm var ekki byggð á einum degi og þeir sem fylgst hafa með íslensku kvennalandsliðunum í gegnum tíðina sjá árangur þess liðs sem hafnaði í 3. sæti Norðurlandamót U17 ára stúlknaliða sem fram fór á Íslandi 2002 var engin tilviljun. Þar báru liðið uppi leikmenn eins og Margrét Lára, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dórurnar (Dóra María og Dóra Stefáns) og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Af 16 manna hópi hafa 11 þeirra sem léku með U17 árið 2002 leikið A-landsleik fyrir Íslands hönd, sem verður að teljast frábær árangur af þeim voru 8 leikmenn með liðinu á æfingamótinu í Portúgal fyrr í mánuðinum.

Íslenska þjóðin hefur í sívaxandi mæli fylgst með stelpunum sínum á vellinum og það er von mín að þjóðin muni ekki liggja á liði sínu í sumar þegar stelpurnar taka síðustu skrefin í átt til Finnlands. Þær þurfa á stuðningi þjóðarinnar að halda og ég er klár á því að Íslendingar munu ekki láta sitt eftir liggja. Áfram stelpur, Áfram Ísland!


mbl.is Ísland í 19. sæti á FIFA listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Áfram stelpur.  Og gleðilega páska.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.3.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

já duglegar stelpur,en það eruð þið líka stjórnarmenn ég veit þær kunna að meta ykkur,Langt síðan ég hef staðið á hliðarlínunni og hrópað hvatningu,en í dag hrópa ég til ykkar allra,,,gleðilega páska.

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband