Leita í fréttum mbl.is

Gunnsteinn var vanhæfur!

Eftirfarandi frétt birtist á vef www.mbl.is í dag.

Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað fyrrverandi formann Íþrótta – og tómstundaráðs í Kópavogi, Gunnstein Sigurðsson, vanhæfan til að fjalla um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og tómstundarmála í Kópavogi. 

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar kærðu ákvörðun ÍTK til samgönguráðuneytisins og töldu óeðlilegt að Gunnsteinn tæki þátt í ráðningaferlinu vegna tengsla sinna við einn umsækjandann. 

Viðkomandi umsækjandi hafði verið undirmaður Gunnsteins til margra ára, hann var meðmælandi hennar á umsókn um starfið og mælti hann með henni í starfið þegar ákvörðun var tekin um ráðningu.  Þá var ráðningin umdeild þar sem gengið var fram hjá umsækjendum með meiri menntun og reynslu í málaflokknum,  samkvæmt upplýsingum frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi, Guðríði Arnardóttur.

Í umsögn ráðuneytisins segir: „Gunnsteinn var vanhæfur til að taka þátt í ráðningaferlinu með þeim hætti sem það fór fram, þar sem hann var jafnframt meðmælandi eins umsækjanda og yfirmaður hennar.  Honum var því óheimilt að taka þátt í afgreiðslu málsins með tillögu um ráðningu til bæjarstjórnar.

Ráðuneytið fellst því á körfu kærenda um vanhæfi formannsins vegna ráðningar í stöðu æskulýðs- og tómstundarmála en telur ekki sýnt fram á að ráðninguna eigi að ógilda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband