Leita í fréttum mbl.is

Við vitum a.m.k. hvar Gunnar er!

Einhver spaugsamur leigupenni bæjarstjórans í Kópavogi skrifaði grein í Morgunblaðið í dag í nafni bæjarstjórans og ákallar þar samgönguráðherrann Kristján L. Möller. Í greininni segir frá því að bæjarstjórinn hafi boðið samgönguráðherra í heimsókn og er farinn að lengja eftir honum. Bæjarstjóranum datt því í hug að auglýsa eftir honum í Mogganum. Það lesa jú allir málsmetandi Moggann, ekki satt? 

Í greininni segir að Gunnar sitji á bæjarstkrifstofunum og bíði og bíði ... eins og hann bíði eftir Godot ... en hann lætur sér ekki leiðast á meðan hann bíður. Hann er ljósmyndafyrirsæta ársins 2007 og biðin sl. 9 mánuði hefur mótað útlit mannsins

Ég vona sannarlega að samgönguráðherra kíki í heimsókn á bæjarskrifstofurnar, við vitum að þar bíður bæjarstjórinn og hámar í sig rúnnstykki og vínarbrauð. Það er síðan spurning hvort nokkuð verði eftir af veitingunum þegar Kristján mætir á svæðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 129865

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband