Leita í fréttum mbl.is

Einn góður fyrir Steina og Adda

Addi og Steini eru þeir einu sem lesa bloggið mitt ... sendi þeim því þennan til að koma þeim í stuð fyrir helgina. Minni svo á þorrablót Breiðabliks á laugardag ... Eurobandið tryllir lýðinn!

Mig bráðvantaði nokkurra daga frí í vinnunni en ég þóttist vita að stjórinn myndi  ekki  taka  það  í  mál.Þá datt mér í hug að hugsanlega myndi hann leyfa mér það ef ég hegðaði mér eins og geðbilaður maður. Svo  að ég brá á það ráð að hanga öfugur í loftinu og gefa frá mér furðuleg hljóð.   Samstarfskona  mín  -  sem  er ljóska - spurði mig hvað ég væri að gera.   Ég sagði henni að ég ætlaði að þykjast vera ljósapera svo að stjóri héldi að ég væri kexruglaður og gæfi mér nokkurra daga leyfi.

Skömmu  síðar  birtist  stjóri  á skrifstofunni og sagði við mig: "Drottinn minn,  hvað  ertu  að  gera?"   Ég  sagði honum að ég væri ljósapera.  Hann sagði:  "Þú ert yfir þig stressaður, það fer ekki á milli mála. Farðu heim og vertu þar í nokkra daga og reyndu að ná þér."  Ég stökk niður og gekk
út úr skrifstofunni.

Þegar  samstarfskona  mín  (ljóskan)  elti mig spurði stjóri hana hvert hún væri  eiginlega  að  fara.   Hún  sagði:  "Ég er líka farin heim.  Þú getur hreinlega ekki ætlast til þess af mér að ég vinni í þessu myrkri!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Maður hefði nú viljað láta sjá sig á þorrablótinu, en þá er auðvitað Íslandsmót innanhúss hjá strákunum sem ég er að þjálfa, þannig að það er bara næsta blót ! Ég treysti hins vegar á að þú haldir fjörinu uppi

Smári Jökull Jónsson, 1.2.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ingó mín,ertu ekki dómar?Ég veit, bara með flautuna,en hvaða hegningu fæ ég fyrir að senda ;bréf til þín sem rataði á síðu annarar persónu.þetta er fáheyrð glópska í bloggheimum.Það vegur að minni æru,ljósku með litaða hæru.Vona að viðkomandi ;fatti;mistökin og jafnvel sendi til þín.það fjallaði um fjölskylduvin okkar Dag B.og traustsyfirlýsingu honum til handa.Fer ekki í Smárann á þorrablót var þar fyrir stuttu á Krissa afmæli ,en elskling knús Helga Kr.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2008 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband