Leita í fréttum mbl.is

Horfið á veðurfréttir og verslið við björgunarsveitirnar

Það er alveg makalaust hversu illa sumt fólk virðist búa sig undir jökla- og fjallaferðir. Síðustu 5 daga hefur verið varað við stormi og illviðri á landinu í dag og á morgun. Vissulega getur verið að fólkið sem um ræðir í þessari frétt hafi undirbúið sig af kostgæfni, horft á veðurfréttir og farið varlega í hvívetna, ég gef mér það a.m.k.. Ég tek undir með mörgum þeirra sem hafa tjáð sig um þessa frétt að það er lágmark að umræddir ferðalangar og fjölskyldur þeirra styðji við björgunarsveitirnar fyrir þessi áramót og öll áramót hér eftir.  Björgunarsveitirnar byggja sitt starf að miklu leyti á flugeldasölu og njóti hennar ekki við þá geta fjallaferðir eins og þessar farið illa, afar illa!
mbl.is Jeppaferðalangar komnir til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það verður alltaf auðveldara og auðveldara að fylgjast með veðri og færð - og veðurspár ótrúlega mikið betri en þegar ég var að alast upp. Veðrinu núna hafði verið spáð í næstum því viku en líklega var það fyrr á ferðinni en í fyrstu spánni. Svo eru upplýsingar á netinu og símum, bæði frá Veðurstofunni og Vegagerðinni.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.12.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband