Leita í fréttum mbl.is

Gunnsteinn var vanhæfur!

Ráðning verkefnisstjóra tómstundamála hjá Kópavogsbæ var m.a. til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar. Þar lýstum við, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, vanþóknun okkar á því að Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri í Lindaskóla, bæjarfulltrúi og formaður ÍTK, skuli hafa ráðið undirmann sinn í Lindaskóla, Örnu Margréti Erlingsdóttur, í starfið. Ástæða vanþóknunarinnar er sú að Gunnsteinn er, sem fyrr segir, yfirmaður Örnu í Lindaskóla, og að auki var hann tilnefndur sem meðmælandi í umsókn hennar um starfið. Þar fyrir utan er það mat okkar að hæfasti umsækjandinn hafi verið Hrafnhildur Ástþórsdóttir, forstöðumaður Ekkó til nærri tveggja áratuga enda hefur hún bæði meiri menntun og reynslu en Arna.

Hrafnhildur þessi tók við starfi forstöðumanns Ekkó eftir að ég hætti þar árið 1989 og á því að baki um 18 ára starfsferil hjá bænum. Hún er ákaflega vel virt innan raða starfsfólks félagsmiðstöðva og það sást best á bæjarstjórnarfundinum en hann sóttu hátt á þriðja tug starfsmanna félagsmiðstöðva bæjarins til þess að láta í ljósi óánægju sína með það að gengið hafi verið framhjá Hrafnhildi.

Fulltrúar Samfylkingarinnar fóru þess á leit að bæjarlögmanni yrði falið að úrskurða um hæfi Gunnsteins í málinu en eins og við var að búast pantaði bæjarstjórinn hjá honum úrskurð sem var á þá leið að Gunnsteinn væri hæfur. Sá úrskurður er byggður á því að Gunnsteinn hafi ekki vitað að hann hafi verið meðmælandi Örnu fyrr en umsóknin var lögð inn. Þegar Gunnsteini var það ljóst að hann væri tilgreindur sem meðmælandi á umsókn Örnu hefði hann átt að segja sig frá málinu þá þegar. Það gerði hann hins vegar ekki og er því klárlega vanhæfur. Afsakanir um að hann hafi ekki vitað um það að hann væri meðmælandi eru þess utan aumkunarverðar enda hlýtur það að teljast lágmarkskrafa að þeir starfsmenn bæjarins, sem er falið að fara yfir umsóknir og vega umsækjendur og meta, lesi umsóknir þær sem berast. Miðað við afsakanir Gunnsteins virðist það ekki hafa verið þannig heldur hafi hann þegar verið búinn að mynda sér þá skoðun að Arna yrði ráðin og í krafti meirihlutavalds beitir hann ofbeldi við ráðninguna eins og áður er greint frá.

Þess ber að geta að fulltrúar Samfylkingarinnar hafa þegar ákveðið að skjóta úrskurði bæjarlögmanns til félagsmálaráðuneytisins sem kveður upp endanlegan úrskurð í málinu. Því skal haldið til haga hér að með gagnrýni á störf Gunnsteins er engan vegin verið að kasta rýrð á persónu Örnu Margrétar sem ráðin var í starfið. Hún er sjálfsagt hæf í starfið og mun sinna því af kostgæfni, en því miður fyrir hana bar fráfarandi yfirmaður hennar í Lindaskóla ekki gæfu til þess að líta yfir pólitísku gleraugun þegar ráðið var í starfið og kaus að beita ofbeldi í ráðningunni. Það var óheppileg ákvörðun og ámælisverð. Hún er hins vegar algjörlega í takti við stjórnarhætti meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs sem Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson ber ábyrgð á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband