Leita í fréttum mbl.is

Stolt af stelpunum

Mikið óskaplega er ég stolt þessa dagana. Ástæðan er að nú um stundir er verið að leika fyrstu leikina í Evrópukeppni stúlknalandsliða yngri en 17 ára. Ísland sendi að sjálfsögðu lið til keppni og etja þær nú kappi við mótherja frá Slóveníu, Lettlandi og Úkraínu en leikið er í Slóveníu.

Fyrsti leikur liðsins fór fram á mánudag þega stelpurnar okkar léku gegn Lettum. Gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu með sjö mörkum gegn einu, 7-1. Sannarlega glæsileg úrslit en íslenska liðið rendi gjörsamlega blint í sjóinn og hafði nákvæmlega engar upplýsingar um mótherjana. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tala kemur upp þegar 17 ára liðið hefur tekið þátt í móti. Árið 2000 fór ég í mína fyrstu ferð á Norðurlandamót með liði í þessum aldursflokki og fyrsti leikurinn, sem var gegn Þjóðverjum endaði 7-1 ... fyrir Þjóðverja.  Það var ekki skemmtileg upplifun að fylgjast með þeim leik en þess ber þó að geta að í því liði var margt frækilegra knattspyrnukvenna.

Af þeim 16 leikmönnum sem léku í keppninni í Finnlandi forðum hafa 8 leikmenn náð þeim áfanga að leika með A-landsliði Íslands einu sinni eða oftar og verður það að teljast góður árangur og nokkur framsýni hjá þáverandi þjálfara liðsins, Ragnhildi Skúladóttur. Liðsstjóri hennar í þessari ferð var Kristrún Lilja Daðadóttir (Kitta), sem nú leiðir U17 ára stelpurnar á sigurbraut í Slóveníu. Það verður fróðlegt að fylgjast með því eftir nokkur ár hversu margar af stelpunum hennar Kittu munu leika með A-landsliðinu fyrir árið 2014 og hvort henni hafi tekist jafnvel upp og verið jafn framsýn og og Ragga Skúla á sínum tíma.

Stelpurnar léku annan leik sinn í gær, miðvikudag, og mættu þá heimaliðinu Slóvenum. Skemmst er frá því að segja að enn stóðu stelpurnar sig frábærlega. Þær sigruðu Slóvena 5-0 og eru efstar í riðlinum þegar einum leik er ólokið. Það verða því að teljast bærilegar líkur á því að 17 ára liðið komist í aðra umferð keppninnar sem mun fara fram á bilinu 1. janúar - 15. apríl 2008.

Þriðji og síðasti leikur þeirra í keppninni verður gegn Úkraínu á laugardag og hefst hann kl. 14:30, en stelpurnar eru væntanlegar heim á sunnudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband